Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Hvað er forskering?

forskering esk webGryfjan sem þarf að grafa í fjallshlíðina áður en gangagröftur getur hafist er nefnd forskering. Hluti hennar er grafin í laust efni mest skriðuefni en hluti í klöpp sem þarf að sprengja. Hafin er vinna við forskeringuna Eskifjarðarmegin og búið að grafa burtu mest af lausu jarðefnunum og unnið að undirbúningi sprenginga.

Eskifjarðarmegin þarf forskeringin að vera um 90 m löng. Þá er áætlað að bergstálið í enda forskeringarinnar verði um 15 m hátt en það er talin æskileg hæð til að hefja gangagröft. Það er þó hægt að komast af með eitthvað lægra stál ef klöppin liggur þannig.

Lausa efnið sem þarf að garfa er áætlað 8500 rúmmetrar og bergið sem þarf að sprengja um 11.000 rúmmetrar. Líklegt er að það taki um fjórar vikur að sprengja forskeringuna.

Unnið verður á daginn og taka menn sér frí um aðra hverja helgi og þá líklega einu sinni a verktímanum.

Forskeringin mun blasa við fólki mest allan framkvæmdatímann en í lok hans verður byggður steinsteyptur vegskáli í forskeringun og nokkuð út úr henni líklega 120 m langur. Að lokum verður fyllt yfir vegskálann þannig að hlíðin fái sem næst sama form og fyrir framkvæmdir, en út úr henni standi skálinn sem upphaf ganganna.

Á meðfylgjandi teikningu er sýnd á mynd staðsetning forskeringarinnar um 150 m innan við gömlu fjárhúsin við Eskifjarðarbæinn, sem nú eru að vísu horfin og svo langsnið og þversnið í forskeringunna með vegskálanum.

01102013 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.