Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Framkvæmdir hafnar við væntanlegan gangnamunna

01102013 2Segja má að framkvæmdir hafi hafist formlega við ný Norðfjarðargöng á laugardag þegar aðalverktakinn byrjaði að vinna á svæðinu þar sem gangnamunninn á að vera. Byrjað verður að sprengja fyrir honum innan skamms.

„Það var mokað ofan af fjallshlíðinni þar sem gangnastafninn kemur til að búa til geil til að spyrja sprengingarnar,“ segir Guðmundur Þór Björnsson hjá verkfræðistofunni Hnit sem hefur umsjón með verkinu.

„Þetta heldur áfram af fullum krafti í næstu viku og það verður byrjað að sprengja ekki síðar en þá,“ segir Guðmundur en varla er von á að byrjað verði að sprengja í þessari viku.

Samhliða er unnið að því að keyra í svæðið þar sem vinnubúðirnar eiga að vera.

Norðfjarðarmegin er verið að ljúka við brúna yfir Norðfjarðará. Verið er að setja upp vegrið og moka undan henni. Í kjölfarið verður slegið endanlega frá henni og þá opnast farvegur árinnar undir hana.

Myndir: Hnit/Þorstein Valur

01102013 101102013 301102013 401102013 5

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.