Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Vinnubúðir rísa við Eskifjörð

nordfjardargong 16092013 1Verktakar við ný Norðfjarðargöng byrjuðu í síðustu viku að reisa vinnubúðir sínar við Eskifjörð. Brúardekk nýrrar brúar yfir Norðfjarðará var steypt á fimmtudag.

Fyrstu einingar vinnubúðanna voru fluttar á vinnusvæðið á þriðjudaginn í síðustu viku. Nú eru þar komnar vinnubúðir fyrir 40-50 starfsmenn og skrifstofur. Fyrstu starfsmennirnir gætu flutt í vinnubúðirnar fyrir mánaðarmótin.

Vinna við að fullgera þær heldur samt áfram og stendur yfir næstu daga og vikur. Enn er eftir að fylla í plan undir verkstæðisaðstöðu við gagnamunnann.

Stefnt er að því að byrja að grafa frá stafninum fyrir mánaðarmótin og að eiginlegur gagnagröftur hefjist um miðjan nóvember.

Í sumar hefur unnið við nýja brú yfir Norðfjarðará en brúardekkið var steypt á fimmtudag. Alls fóru 290 rúmmetrar í dekkið og verkið tók rúmar fjórtán klukkustundir. Brúin á að vera tilbúin um næstu mánaðarmót.

nordfjardargong 16092013 2nordfjardargong 16092013 3

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.