Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Unnið að lokastyrkingum

Það styttist í að vinnu ljúki við lokastyrkingar Norðfjarðarganga, en einungis er eftir að styrkja um 1 kílómetra af þeim 7,5 sem göngin spanna. Þá hefst vinna við steypt mannvirki inni í göngum, auk uppsetningu vatnsklæðninga á lekum svæðum.

Uppsteyping vegskála í Fannardal er á lokametrunum og lýkur væntanlega fyrir jól.

Utan ganga heldur vegagerð áfram, bæði í Eskifirði og í Norðfirði. Vegfylling er nú komin hartnær út undir Neðri Skálateig í Norðfirði og í Eskifirði eru sjófyllingar langt komnar austan Norðfjarðarvegar. Landfyllingum í Eskifirði lauk í október.

Vinnu við brú á Eskifjarðará er lokið og nú er unnið að veitingu árinnar undir hana. Hjáleið inn í Eskifjarðardal verður nú yfir vegfyllingu og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát þegar ferðast er þar um.

Myndir: Hnit/Ófeigur Ö. Ófeigsson

Mynd 1: Vegskáli í Fannardal. Eftir er að steypa kraga framan á skálann.
Mynd 2: Vegskáli í Fannardal. Starfsmenn verktaka vinna að frágangi í vegskála.
Mynd 3: Vegskáli í Fannardal. Unnið er að því að gera mótin tilbúin fyrir síðust færu er tengir skálann við bergið.
Mynd 4: Brú á Eskifjarðará
Mynd 5: Brú á Eskifjarðará
Mynd 6: Brú á Eskifjarðará

nordfjardargong 20151214 2 webnordfjardargong 20151214 3 webnordfjardargong 20151214 4 webnordfjardargong 20151214 5 webnordfjardargong 20151214 6 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar