Norðfjarðargöng

Minna en kílómetri eftir af göngunum

nordfjardargong 08062015 webNú fer að draga nær lokum gangagraftrar, en jarðgangamenn eru nú komnir nokkuð áleiðis á síðasta kílómetrann. Alls hafa nú verið grafnir 6.690 metrar af þeim 7.566 metrum jarðganga í bergi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.

Kjarnahola sem boruð var í útskoti nýverið gefur fyrirheit um að aðstæður verði þokkalegar á jarðgangaleiðinni sem eftir er, utan eins setbergslags sem gæti strítt jarðgangamönnum. Í ljósi þess er búist við því að gegnumslag geti orðið í september – október.

Í Fannardal er unnið að lokastyrkingum ganganna og einnig er hafin vinna við byggingu steinsteypts vegskála þar. Vegskáli verður 222 metra langur þar.

Áfram er unnið að vegagerð beggja vegna fjalls og fer aukinn þungi í hana nú á sumarmánuðum. Þá er einnig hafin vinna við gerð brúar yfir Eskifjarðará. Búist er við að henni ljúki 1. október í ár.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.