Norðfjarðargöng: Besta vikan til þessa

Jarðlög hafa verið þokkalega hagstæð gangagreftrinum undanfarið og engin erfið jarðlög tafið fyrir greftrinum að gagni. Basalt og kargakennt berg hefur verið allsráðandi á báðum stöfnum, í sumum tilvikum nokkuð sprungið, en þó ekki til neinna vandræða, sem endurspeglast nú í framvindunni.
Nú er síðasta vika gangagraftar fyrir jól. Verktakinn mun loka göngunum á laugardag og allir halda til síns heima. Jarðgangagerðin hefst svo á ný mánudaginn 5. janúar 2015.
Mynd 1: Heillegt basalt hefur einkennt stafn Eskifjarðarmegin. Hér sést hluti af stafni og vinstra vegg en rákirnar eru borholuför.
Mynd 2: Fannardalsmegin hefur skipst á basalt og kargi. Hér er basalt að koma niður úr þekju, neðan þess er um 1,5 m þykkt kargaberg undirlegið af heillegu basalti. Þrátt fyrir lagskiptan stafn hefur gröftur gengið mjög vel.
Myndir: Hnit/Þórey Ólöf Þorgilsdóttir
