Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Búið að grafa 1000 metra Eskifjarðarmegin

april30042014 1Léttara er orðið yfir þeim sem vinna við gerð nýrra Norðfjarðarganga en verið hefur. Annars vegar er búið að grafa 1000 metra Eskifjarðarmegin, hins vegar er setlagið sem hægt hefur á allri framvindu horfið.

Þúsund metra áfanganum var náð í gær en byrjað var að grafa um miðjan nóvember.

Stafninn er nú orðinn allur úr basalti en setið sem hefur hægt á allri framvindu síðan fyrir síðustu mánaðamót hvarf upp úr þekjunni. Þótt það sé horfið sjónum, er það þarna yfir mönnum enn og verður farið varlega og hægt næstu daga, en mönnum var óneitanlega létt að sjá það hverfa.

Í Fannardal hefur einnig verið heldur hægari framvinda en ella. Það skýrist að hluta til vegna þess að unnið hefur verið að gerð snúningsútskots. Jarðgangasniðið hefur því verið 40% víðara en venjulegt snið ganganna, en einnig hefur verið unnið að gerð 30 metra langs botnlanga í útskotinu.

Þessu til viðbótar kom 2 metra þykkt setlag niður úr þekju og hægði heldur á greftrinum, þar sem auknar styrkingar þurfti til.

Nú standa vonir til að framvindan aukist á ný og ástæða til að ganga með bjartsýni inn í sumarið.

Mynd 1: Stafninn var einsleitur og án setbergsins í fyrsta sinn í aprílmánuði
Mynd 2: 1-2 metra þykkt setberg tafði heldur framvindu við gerð útskots Fannardalsmegin í göngunum.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa hf.

april30042014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.