Norðfjarðargöng: Jarðfræðinemar í heimsókn í Fannardal

Þau fræddust um hvernig jarðgangagerðin gengur fyrir sig, hvernig jarðfræðin hefur verið kortlögð, hvers er að vænta og hvaða áhrif mismunandi aðstæður hafa á jarðgangagerðina. Þetta var flottur hópur sem sýndi verkefninu almennt mikinn áhuga.
Hópurinn var áhugasamur en hann var undir forustu Þórðar Júlíussonar, sem kennir jarðfræði við VA í ár.
Hópurinn við gangamunnann í Fannardal. Þórður Júlíusson, kennari, lengst til vinstri og Guðmundur Þór Björnsson, Hnit verkfræðistofu, lengst til hægri. Mynd: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Verkfræðistofan Hnit