Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Snjóflóð sem hefði getað skemmt mannvirki

mars 25032014 1Kraftmikið snjóflóð féll í Fannardal í nótt rétt við afhafnasvæði Metrostav sem vinnur að gerð nýrra Norðfjarðarganga. Mikil úrkoma virðist hafa komið flóðinu af stað.

Flóðið er af stærðargerðinni 3 en þau flóð geta skemmt hús. Það stöðvaðist um tíu metra frá veginum að gangaopinu.

„Ef mannvirki hefðu verið ofar í fjallinu þá hefðu þau getað skemmst," segir Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað.

Á svæðinu eru nokkrir tómir gámar sem bíða þess að verða fluttir í burtu. Tómas telur að „ógurleg úrkoma" seinni partinn í gær og í nótt hafi hrundið flóðinu af stað. „Þetta fór af stað sem hálfgerður krapi," segir hann.

Hann telur að svæðið ætti að verða tryggara næstu daga þegar stytt hefur upp og kólnað.

Af flóðinu, upptakasvæði þess í gilinu fyrir ofan svæðið og Guðmundi Þór Björnssyni, staðarstjóra Hnits, verkfræðistofu við jaðar flóðsins.

Í göngunum Fannardalsmegin gengur lífið sinn vanagang, búið að grafa um 115 metra og á meðfylgjandi mynd má sjá mælingamann Metrostav tékka kúrsinn.

Myndir: Ófeigur Ö. Ófeigsson/Hnit

mars 25032014 2mars 25032014 3mars 25032014 4

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.