Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Nýrri tækni beitt við útmokstur

mars20032014 1Blað var brotið í jarðgangagerð á Íslandi í gær, þegar verktaki Norðfjarðarganganna tók í notkun útmokstursvagna sem hafa haft vinnuheitið „Mammútar". Þetta eru vagnar sem verktakinn sérhannaði til útmoksturs úr jarðgöngum og voru þeir reyndir fulllestaðir í fyrsta sinn í gær. Það gekk vel og verða þeir væntanlega notaðir við útmokstur Eskifjarðarmegin hér eftir.

Vagnarnir eru tveir og mun hvor um sig taka um 400 tonn af efni. Hvor vagn samanstendur af 3 Goldhofer undirvögnum, með samtals 16 öxlum. Á hverjum öxli eru 8 dekk, svo í heildina eru 128 dekk undir hvorum vagni. Á vagninum eru svo 3 sérsmíðaðir grjótpallar sem taka samtals rúmlega 230 m3 af spengdu efni.

Við hefðbundinn útmokstur fara grjótmokstursbílar af stærstu gerð stanslaust út úr göngunum með efni, allt að 40 ferðir alls. Þessir bílar mætast í þröngum göngunum og má lítið út af bregða. Þeir eru líka á ferðinni hvort sem er að nóttu eða degi og geta valdið ónæði.

Með tilkomu vagnanna heyrir þetta sögunni til. Báðir vagnarnir verða dregnir inn í göng, þar sem tvær hjólaskóflur moka öllu efninu, sem losnar við sprenginguna, á þá. Þegar allt efnið er komið vagnana, verða þeir dregnir út af hjólaskóflum undir sérstakan losunarpall og grafa mun losa efnið af þeim.

Það mun því heyra sögunni til að þessir stóru bílar mætist í göngum eða séu í stanslausum útmokstri með tilheyrandi hávaða á nóttunni. Umtalsverður tími mun einnig sparast, því efninu verður komið mun fyrr frá stafninum í enda ganganna og hægt að byrja fyrr sem því nemur að bora fyrir næstu sprengifæru.

Mynd 1: Vagninn kemur í sína fyrstu ferð fulllestaður úr göngunum, dreginn af hjólaskóflu.

Mynd 2: Vagninum komið fyrir undir sérstökum afmoksturspalli, þar sem grafa mun moka af honum. Á nóttunni er efnið sett til hliðar, á daginn er því mokað beint á vörubíla og nýtt í fyllingar.

Mynd 3: Það var gleðistund þegar fyrsti vagninn var kominn undir afmokstursrampinn. Fv: Gísli Eiríksson, Vegagerðin, Guðmundur Ólafsson, Suðurverk, Guðmundur Þór Björnsson, Hnit verkfræðistofa, Eysteinn Dofrason, Suðurverk.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson, Hnit verkfræðistofa

mars20032014 2mars20032014 3

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.