Norðfjarðargöng

Nýju Norðfjarðargöngin orðin lengri en Oddsskarðsgöng

feb19022014 1Áfanga var náð í gerð Norðfjarðarganga í gær, þegar lengd sprengdra ganga fór í 643 metra. Þau eru því orðin lengri en núverandi jarðgöng í Oddsskarði sem eru skráð 640 metrar, að vegskálum meðtöldum.

Oddsskarðsgöngin voru grafin á árunum 1972-1977, eða á um fjórum árum. Það hefur tekið rösklega fjóra mánuði að sprengja tvíbreið göng jafnlöng hinum þröngu Oddsskarðsgöngum.

Þegar yfir lýkur verða Norðfjarðargöng ríflega 7,5 km og er áætlaður verktími um 4 ár, svipað því sem tók að byggja Oddsskarðsgöng.

Í síðustu var grafinn 71 metri í göngunum en búið er að bora 8,5% af heildarlengd gangnanna.

Mynd 1: Snjóþungt getur verið við Oddsskarðsgöng.

Mynd 2: Þunnt rautt millilag er nú í stafni, þegar grafnir hafa verið rúmlega 640 metrar í Norðfjarðargöngum. Ekki er þó búist við að það verði til vandræða.

Myndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit

feb19022014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.