Norðfjarðargöng: Komið í gegnum rauða lagið

Í Fannardal í Norðfirði hefur verið unnið við að ýta og moka lausum jarðefnum við væntanlega gangamunna. Áætlað er að fjarlægja þurfi á milli 70 og 80 þúsund rúmmetra af lausu efni áður en hægt verður að byrja að sprengja. Við verkið þarf að nota stórvirkar vinnuvélar, eins og sjá má á myndunum.
Einnig er nú unnið við flytja og reisa vinnubúðir neðan Kirkjubóls, skammt utan við nýja brú yfir Norðfjarðará.
Á meðfylgjandi myndum má sjá athafnasvæðið í Fannardal, jarðýtu af stærri gerðinni, Cat D9T, og reisingu vinnubúða. (Myndir GÞB/Hnit)

