Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Komið í gegnum rauða lagið

nordfjardargong 29110213 3Gröftur nýrra Norðfjarðarganga gengur nú hraðar þar sem verktakar eru komnir út úr veika rauða laginu sem hægði á vinnunni. Í gær var alls búið að grafa 93 metra. Útlit er fyrir að það náist að sprengja tvær fimm metra sprengingar á dag.

Í Fannardal í Norðfirði hefur verið unnið við að ýta og moka lausum jarðefnum við væntanlega gangamunna. Áætlað er að fjarlægja þurfi á milli 70 og 80 þúsund rúmmetra af lausu efni áður en hægt verður að byrja að sprengja. Við verkið þarf að nota stórvirkar vinnuvélar, eins og sjá má á myndunum.

Einnig er nú unnið við flytja og reisa vinnubúðir neðan Kirkjubóls, skammt utan við nýja brú yfir Norðfjarðará.

Á meðfylgjandi myndum má sjá athafnasvæðið í Fannardal, jarðýtu af stærri gerðinni, Cat D9T, og reisingu vinnubúða. (Myndir GÞB/Hnit)

nordfjardargong 29110213 1nordfjardargong 29110213 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.