Norðfjarðargöng: Búið að grafa tæpa 35 metra

Áætlað er að heildarlengd ganganna í bergi verði 7.542 metrar en þar fyrir utan bætast við 366 metrar af steyptum vegskálum.
Um það bil 100 metra hækkun er inni í göngunum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Það eru tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk sem eru aðalverktakar ganganna en sprengjusérfræðingar þeirra stýrðu sprengingunni á fimmtudaginn var.