Orkumálinn 2024

Jens Garðar: Ætlar að stofna reikning í SparNor strax í fyrramálið til að mótmæla lokun Landsbankans

jens_gardar_helgason_mai12.jpg

Landsbanki Íslands hefur ákveðið að loka útibúum sínum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum sem ná til starfsemi bankans um allt land. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar hvetur bæjarbúa til að láta bankann finna fyrir afleiðingum gerða sinna með að flytja viðskipti sín til Sparisjóðs Norðfjarðar.

 

Lesa meira

Þórhallur Þorsteins: Mér var hótað lífláti fyrir að mótmæla virkjuninni

thorsteinn_hilmarslv_thorhallur_thorsteins.jpg
Þórhallur Þorsteinsson, formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til margra ára, segist hafa sætt margs konar árásum fyrir andstöðu sína gegn Eyjabakka- og Kárahnjúkavirkjunum á sínum tíma. Vináttubönd hafi slitnað og reynt verið að hrekja hann úr starfi. Að lokum sé niðurstaðan sú að miklu hafi verið fórnað fyrir takmarkaðan ágóða.

Lesa meira

Fljótsdalshérað stofnaðili að félagi um kaup á Grímsstöðum: Atvinnumál fyrir sveitarfélagið

huang_nubo.jpg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í gær að sveitarfélagið yrði aðili að GáF ehf. sem undirbýr kaup á Grímsstöðum á Fjöllum með það að augum að leigja það til kínverska fjárfestisins Huang Nubo. Einu atkvæði munaði í atkvæðagreiðslu þar sem minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann gagnrýnir hraða vinnunnar og skort á upplýsingum. Fulltrúar meirihlutans segja lykilatriði að vera með til að hafa greiðan aðgang að upplýsingum.

 

Lesa meira

Þóroddur Seljan hlaut dugnaðarforksverðlaun Heimilis og skóla

thoroddur_seljan_dugnadarforkur_2012.jpg

Þóroddur Helgason Seljan, fræðslustjóri Fjarðabyggðar og fyrrverandi skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlaut Dugnaðarforksverðlaun Heimilis og skóla í dag. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

 

Lesa meira

1000 íbúum of mikið í sjálfbærnimælingu?

sjalfbaerni_skjaskot.jpg

Samkvæmt útreikningum Agl.is er íbúafjölgun á mið-Austurlandi frá upphafi stóriðjuframkvæmda aðeins um þúsund manns. Því er haldið fram í niðurstöðum sjálfbærniverkefnis fyrir Austurland að fjölgunin hafi verið tvö þúsund. Mistök virðast hafa orðið við gagnaútreikning á íbúum í Fjarðabyggð.

 

Lesa meira

Hugmynd að viskíframleiðslu hlutskörpust á Austurlandi

anh_fjardabyggd1_web.jpg

Hugmynd að viskíframleiðslu og byggingu verksmiðju til hennar á Austurlandi þótti besta viðskiptahugmyndin á Atvinnu- og nýsköpunarhelginni sem fram fór helgina 11. – 13. maí í Fjarðabyggð. Hugmyndin er hugarfóstur Gillian ‘Dillý’ Haworth. Stofnun fiskisafns á Breiðdalsvík þótti næst besta hugmyndin.

 

Lesa meira

Eldur í Lárunni á Seyðisfirði: Bæjarbúar miður sín yfir brunanum: Myndir

laran_bruni_ebb_web.jpg
Eldur kom upp í veitingastaðnum Kaffi Láru á Seyðisfirði um klukkan átta leytið í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök en ljóst er að skemmdir eru miklar. Slökkvilið er á staðnum að reyna að ná tökum á eldinum. Bæjarbúar eru margir hverjir samankomnir þar og horfa með hryllingi upp á brunann.
 

Lesa meira

Fjarðabyggð: Styður auglýsingar en kostar þær ekki

nesk.jpg

Bæjarráð Fjarðabyggðar kemur ekki fjárhagslega að auglýsingum sem birtar hafa verið undanfarna daga þar sem fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru gagnrýnar. Ráðið styður þær hins vegar efnislega.

 

Lesa meira

Stefnumótunarvinna á Seyðisfirði

stefnumotun_seydis_web.jpg
Á fundi 26.mars hófst vinna við stefnumótun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Sjö hópar hafa síðan þá unnið að fyrstu skrefunum í ferlinu undir styrkri stjórn fyrirliða sinna, hver og einn hópur að fjalla um ákveðið málefni. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.