Guðbjartur: Óyggjandi að margir hafa veikst af myglu í húsum

gudbjartur_hannesson.jpg
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það óyggjandi að margir hafi veikst vegna myglusvepps í húsum. Skoða þurfi málið heildstætt, út frá tryggingu og heilbrigðiskerfinu. Hann tekur jákvætt í hugmyndir um að fá Íbúðalánasjóð til að hýsa þá sem ekki geta búið í húsum sínum sem eru skemmd.

Lesa meira

Djúpavogshreppur selur Helgafell

djupivogur.jpg
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt kauptilboð Hótel Framtíðar í húsnæðið sem áður hýsti dvalarheimilið Helgafell. Fyrirtækið ætlar að nota húsnæðið undir ferðaþjónustu.

Lesa meira

Steingrímur og Bjarkey efst hjá VG

steingrimur_j_sigufsson.jpg
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.

Lesa meira

Styrktartónleikar í Sláturhúsinu á morgun

egilsstadir.jpg
Tónleikar verða haldnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun til styrktar Rauða krossi Íslands til að styðja við fjölskyldur og einstaklinga sem leita til félagsins eftir aðstoð til að halda jólin hátíðleg. Listamenn af öllu Austurlandi koma þar fram og gefa vinnu sína.

Lesa meira

Sigmundur efstur hjá Framsókn: Endanlegur listi birtur

framsokn_2012_loka_topp6.jpg
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista hans í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra er í heiðurssætinu.

Lesa meira

Hætt við sameiningu þjóðgarða

bruarjokull.jpg
Ríkisvaldið virðist vera fallið frá hugmyndum um sameiningu þjóðgarðsstofnana í eina sem mættu andstöðu heimamanna á Austursvæði. Til stendur þó að endurskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðar.

Lesa meira

Hallar á Norðausturkjördæmi í útgjöldum til menningarmála

jon_heidar_thoroddur_bjarna_naskyrsla.jpg
Verulega hallar á íbúa í Norðausturkjördæmi í útgjöldum ríkisins til menningarmála. Meðgjöfin er mest í flokki trúmála og meira skilar sér til kjördæmisins til samgöngumála heldur en íbúarnir greiða. Heilt yfir er jafnvægi í útgjöldum og tekjum til ríkisins í kjördæminu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.