Nýtt vinnslumet á Vopnafirði

vopnafjordur.jpg
Met var slegið í vinnslu og frystingu á uppsjávarafurðum hjá HB Granda á Vopnafirði á síðasta ári en heildarframleiðslan var rúm 32.000 tonn.

Lesa meira

40% fengust upp í kröfur á Malarvinnsluna

malarvinnslan.jpg
Um 40% fengust upp í kröfur í bú Malarvinnslunnar en skiptum á því lauk fyrir skemmstu. Heildarkröfur í búið voru tæpir tveir milljarðar króna.

Lesa meira

Mikill flúor í dýrum í Reyðarfirði en ekki merki um eitrun

lomb.jpg
Óvenjuhátt flúorgildi mælist í sláturfé og grasbítum í Reyðarfirði. Ekki hafa fundist merki um eitrun en sérfræðingar telja ástæðu til að fylgjast áfram með dýrunum. Of mikill flúor fór út frá álveri Alcoa Fjarðaáls síðasta sumar þar sem mengunarbúnaður bilaði.

Lesa meira

Bragasynir gjaldþrota

eskifjordur_eskja.jpg
Verktaka- og jarðvinnufyrirtækið Bragasynir á Eskifirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til opinberra aðila síðan það var stofnað.

Lesa meira

Strætó milli Akureyrar og Egilsstaða

straeto_landsbyggd.jpg
Nýjungar verða í almenningssamgöngum á Norður- og Norðausturlandi frá og með 2. janúar 2013, þegar Strætó mun hefja akstur á  svæðinu. Þessi nýjung mun leiða til fleiri ferða og aukinnar þjónustu á svæðinu. Þrjár leiðir verða í boði: Siglufjörður – Akureyri, Egilsstaðir - Akureyri og Þórshöfn - Akureyri í gegnum Húsavík.

Lesa meira

Láran opin á ný: Sú gamla skipaði að byggt yrði upp aftur

laran_opnun.jpg
Kaffi Lára – El Grillo bar, var opnuð með pompi og prakt um síðustu helgi, en unnið hefur verið að endurbyggingu þess undanfarna mánuði eftir að húsið stórskemmdist í bruna í vor. Eyþór Þórisson, veitingamaður, segir aldrei hafa komið til greina að hætta rekstrinum.

Lesa meira

Hækkun vatnsborðs meiri en reiknað var með eftir virkjun

karahnjukar.jpg

Vatnsyfirborð Jökulsár í Fljótsdal, Lagarins og Lagarfljóts hefur almennt hækkað meira eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta á einkum við um Úthérað. Rennsli vatnsfallanna er hins vegar jafnara en áður. Áhyggjur eru af hækkun grunnvatns á náttúruminjar.

 

Lesa meira

Dæmdur til að greiða 15 milljónir fyrir brot á skattalögum

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Smiða ehf. var í vikunni dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir „meiri háttar brot á skattalögum.“ Honum ber að auki að greiða tæpar 15 milljónir í sekt.
 

Lesa meira

Útskrift hjá Stóriðjuskóla Fjarðaáls: Skemmtilegur og fróðlegur tími

storidjuskolinn_web.jpg
Tuttugu og sjö nemendur voru útskrifaðir úr grunnnámi Stóriðjuskóla Fjarðaáls fyrr í mánuðinum. Tilgangur námsins er að auka þekkingu og getu nemenda, sem allir vinna hjá Fjarðaáli, til að takast á við flókin og krefjandi störf í álveri. Stór hluti nemenda hefur þegar skráð sig í framhaldsnám Stóriðjuskólans sem hefst eftir áramót.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.