Forsvarsmenn Framsóknarflokksins og Á-listans munu hittast á morgun á formlegum fundi um myndun meirihluta í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Þetta staðfesti Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við Agl.is í kvöld.
Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði,
segir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu, vera
skilaboð um að kjósendur vilji að flokkurinn leiði nýjan meirihluta í
sveitarfélaginu.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn
Seyðisfjarðar á því kjörtímabili sem er að ljúka, tapar einum manni og
þar með meirihlutanum.
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir að flokkurinn fékk fjóra menn kjörna. Fjarðalistinn tapaði manni. Minni kjörsókn en í síðustu kosningum vekur athygli en hún var 73,25%, tæpum 7 prósentustigum minni en við seinustu kosningar.
Þreifingar milli Framsóknarflokksins og Héraðslistans um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hófust strax og úrslit í kosningnum lágu fyrir.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Héraðslistans á Fljótsdalshéraði er fallinn. Fækkað er um tvo fulltrúa í bæjarstjórn og sú fækkun er á kostnað Sjálfstæðisflokksins sem fer úr þremur bæjarfulltrúm í einn.
Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir úrslitin í Fjarðabyggð í
takt við landið í heild þar sem sitjandi meirihlutar féllu víða. Svo fór
ekki í Fjarðabyggð en Elvar segir samt eðlilegt að
Sjálfstæðisflokkurinn, sem er orðinn fjölmennastur í bæjarstjórn, leiði
meirihlutaviðræður.
Eldur kviknaði í Fellabakaríi snemma í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan 7:00 í morgun. Slökkvuliðið náði fljótt tökum á eldinum. Engin slys urðu á fólki.
Talningu atkvæða er lokið á Vopnafirði. Framsóknarflokkurinn fékk flest atkvæði þar og Félagshyggjufólk næstflest. Þessir tveir listar stóðu saman að framboði seinast og hafa verið með meirihluta.
Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir ánægjulega kosningabaráttu að baki hjá
framboðinu þar sem víða hafi verið komið við. Hún segir margt spennandi
að gerast á Fljótsdalshéraði og íbúar séu „býsna bjartsýnir þrátt fyrir erfiða
tíma.“ Skólamál brenna á fólki.