Samanlagt tap á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar frá árinu 2002 nemur
tæpum 680 milljónum króna. Skoðunarmenn segja það alvarlegt
umhugsunarefni hversu fjarri áætlunum ársreikningur síðasta árs var. Ný
lán eru tekin á hverju ári til að standa skil af eldri afborgunum.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, spáir því að 21. öldin verði öld
endurnýtanlegra orkugjafa. Hún segir það ekki hins opinbera að velja
einn orkugjafa fram yfir annan. Það verði markaðurinn að gera.
Sparisjóður Norðfjarðar er til sölu. Þetta var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum á stofnfjárhafafundi fyrir skemmstu. Stjórnarformaður
sjóðsins segir sparisjóðakerfið hafa orðið of dýrt eftir að stærstu
sparisjóðirnir drógu sig út úr samstarfinu.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, útilokar að vinnubúðum Alcoa
Fjarðaáls í Reyðarfirði verði breytt í fangelsi. Útlit er fyrir að þær
verði fjarlægðar á árinu.
Fjölbreytni orkugjafa samgöngutækja eykst í framtíðinni. Þetta er mat
Jóns Björns Skúlasonar, verkefnisstjóra hjá Grænu orkunni. Um alla
Evrópu prófa menn sig áfram með mismunandi hvata fyrir bifreiðaeigendur
til að skipta um orkugjafa.
Dr. Karen Meech, stjarnfræðingur við Stjarnlíffræðistofnunina við Hawaii
háskólann og Dr. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur við
Edinborgarháskola, NASA Astrobiology Institute ásamt Breiðdalssetri,
Breiðdalshreppi og Hótel Bláfelli standa fyrir vísindalegum vinnufundi á
Breiðdalsvík þar sem tuttugu og þrír valinkunnir vísindamenn víðs vegar
að úr heiminum leita svara við spurningunni um uppruna vatns á
jörðinni.
Sjötíu milljóna króna tap varð á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á
seinasta ári þótt gert væri ráð fyrir hagnaði í áætlunum. Unnið er að
úttekt á stöðu og rekstri sveitarfélagsins.
Hagsmunaaðilar við Jökulsá á Dal vilja búa til rás meðfram ánni þar sem
steinbogi er í henni. Lax stoppar neðan við ána og gerir hana að síður
vænlegri veiðiá. Öllum framkvæmdum á svæðinu hefur til þessa verið
hafnað á grundvelli náttúruverndarsjónarmiða.
Fjárhagsstaða Seyðisfjarðar verður rædd á íbúafundi sem bæjarstjórn
kaupstaðarins hefur boðað til í kvöld. Úttektir um stöðuna verða kynntar
á fundinum. Skuldir sveitarfélagsins nema 1,4 milljarði króna.
Urðun á almennu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði,
Seyðisfirði og í Fljótsdalshreppi hófst að nýju á Tjarnarlandi í
Hjaltastaðaþinghá í vikunni.
Fjarðabyggð hafði betur gegn Hetti í seinni Austfjarðaslagnum í 2. deild
karla í knattspyrnu á Vilhjálmsvelli fyrir skemmstu. Stefán Þór
Eysteinsson og Mirnes Smajlovic skoruðu mörk gestanna.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir ljóst að ekki verið ráðist í
ný Norðfjarðargöng á næstunni því ekki séu til fjármunir í
ríkiskassanum fyrir þeim. Hann segist hafa skilning á afstöðu heimamanna
á hversu nauðsynleg framkvæmdin sé.