-25°: Fimbulkulda spáð um helgina

nordurdalur snaefellVeðurfræðingar hafa undanfarna daga spáð um tuttugu stiga frosti um helgina. Frosthörkurnar færast yfir seinni part fimmtudags og standa fram á sunnudag.

Lesa meira

Polar Amaroq verður Beitir NK: Núverandi Beitir seldur til Noregs

img 8399 webBeitir NK hefur verið seldur til Noregs upp í kaup grænlenska útgerðarfélagsins Polar Pelagic, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjung í. Togarinn Polar Amaroq, sem grænlenska félagið keypti í vor, færist til Síldarvinnslunnar og verður að Beiti.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að stofna lífi og heilsu vegfarenda í hættu með glannaakstri

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi og heilsu vegfarenda í hættu á ófyrirleitinn hátt með glannaakstri. Viðkomandi ók ítrekað á rangan vegarhelming á miklum hraða á flótta undan lögreglu á Fagradal í fyrrahaust.

Lesa meira

Sterna: Aðgerðir SSA voru stjórnvaldshneyksli

sterna ruta webFramkvæmdastjóri hópferðafyrirtækisins Sternu segir fyrirtækið vera að undirbúa að krefjast skaðabótar af hálfu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en sambandið fékk lögbann á akstur fyrirtækisins á milli Hafnar og Egilsstaða sumarið 2012. Lögbanninu var endanlega hnekkt með dómi Hæstaréttar fyrir helgi.

Lesa meira

Starfsmannaþorpið fær að standa fram á næsta haust

alcoa starfsmannathorpSveitarfélagið Fjarðabyggð hefur veitt leyfi til að vinnubúðirnar sem reistar voru fyrir verkamennina sem byggðu álverið í Reyðarfirði fái að standa fram til 30. september á næsta ári. Upphaflega áttu búðirnar að vera farnar árið 2008.

Lesa meira

Hæstiréttur hafnaði lögbanni SSA á ferðir Sternu

sterna ruta webHæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Austurlands frá því í vor sem hafnaði staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Höfn á akstur Sternu á milli Hafnar og Egilsstaða. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) höfðaði málið þar sem það taldi brotið á einkaleyfi félagsins til að skipuleggja almenningssamgöngur á svæðinu.

Lesa meira

MAST flokkar Nor98 ekki sem riðu: Skoða á lög um dýrasjúkdóma

lombMatvælastofnun leggur ekki til niðurskurð á sauðfjárbúinu Krossi í Berufirði þar sem stofnunin flokkar riðuafbrigðið Nor98 ekki sem riðu. Héraðsdýralæknir telur þörf á að endurskoða reglur um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.