Orkumálinn 2024

Strætó fækkar ferðum austur í vetur

straeto blargulurFerðum Strætó á milli Akureyrar og Egilsstaða hefur verið fækkað um tvær í viku. Talsmaður fyrirtækisins segir menn vonast til að bæta sætanýtinguna með þessum breytingum. Ferðum verði að líkindum fjölgað aftur í sumar.

Lesa meira

Unnið að bættri umferðarmenningu í Fjarðabyggð: Bæjarstjórinn stóð sjálfur vaktina

pall bjorgvin gudmundsson 2012 skorinFrestur almennings til að senda inn ábendingar við endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar rennur út á mánudag. Vinna við breytingarnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og til að setja sig inn í málið stóð bæjarstjórinn meðal annars umferðarvaktina með foreldrafélagi grunnskólans í Neskaupstað.

Lesa meira

Öndum fækkar á Lagarfljóti: Fækkunin hófst fyrir virkjun

karahnjukarÖndum á Lagarfljóti hefur fækkað verulega eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjun og í einhverjum tilfellum hraðar þar en heldur en öðrum svæðum í nágrenninu. Fækkunin hófst hins vegar um ári áður en vatni var veitt í fljótið úr Jökulsá á Dal. Verri lífsskilyrði í fljótinu kunna hins vegar að valda lengri niðursveiflu en ella.

Lesa meira

Takmarkað fé í vetrarþjónustu Vegagerðarinnar: Ekki gert ráð fyrir að hálkuverja á Jökuldal

fjardarheidi 30012013 0075 webSamkvæmt verklagsreglum Vegagerðarinnar er ekki gert ráð fyrir að hálkuverja Hringveginn þar sem hann liggur um Jökuldal. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir reglurnar settar til að reyna að nýta það takmarkaða fjármagn sem fyrir hendi sé sem best. Stundum sé gert meira en kveðið er á um í þeim en það sé ekki alltaf hægt.

Lesa meira

Nýr Polar Amaroq mættur til Neskaupstaðar

polar amaroq des13 kh webHið nýja Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar á Þorláksmessu. Skipið er í eigu grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.