Ólöglegt brottnám: Móður gert að fara með dætur sínar til Danmerkur eða afhenda þær föðurnum
Héraðsdómur Austurland hefur gert móður að afhenda barnsföður sínum
telpur þeirra þrjár eða snúa með þær sjálf til Danmerkur þar sem
forsjármál parsins er fyrir dómstólum. Móðirin segir föðurinn hafa beitt
sig og dæturnar ofbeldi. Sálfræðingur sagði börnin hvorki sýna merki um
að hafa orðið fyrir ofbeldi né orðið vitni að því.