Vatnsréttindi: Gróf ríkið undan málflutningi landeigenda með að áfrýja ekki dómi matsnefndar?
Langflestir einkaaðilar sem eiga vatnsréttindi á vatnasvæði
Kárahnjúkavirkjunar stóðu saman að kröfugerð um hærri bætur fyrir
réttindin. Margar jarðir á svæðinu er í eigu ríkisins sem sætti sig við
niðurstöðu matsnefndar. Þetta virðist hafa grafið undan málflutningi
landeigenda.
Dómur: Vatnsréttindi Kárahnjúka-virkjunar metin á 1,6 milljarð króna
Héraðsdómur Austurlands staðfesti í morgun mat meirihluta matsnefndar á
verðmæti vatnsréttinda við Jökulsá á Dal og Kelduá í Fljótsdal sem dæmdi
landeigendum 1,6 milljarða króna bætur. Dómurinn staðfesti í
meginþáttum úrskurð matsnefndar frá sumrinu 2007.
Þorbjörn Broddason: Stjórnmálamönnum frjálst eins og öðrum að hafa skoðun á fjölmiðlum
Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir stjórnmálamönnum frjálst eins og öðrum að hafa skoðanir á fjölmiðlun og láta þær í ljósi. Grundvallarboðorð góðs fréttamanns að tortryggja það sem honum er sagt.Algengara sé en marga gruni hversu lævíslega stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á fréttaflutning.
Óljóst hvaða áhrif fosföt hafa á heilsu manna
Ólafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
segir bann Evrópusambandsins gegn notkun fjölfosfata í saltfiski snúast
um vernd neytenda. Ekki sé fyllilega ljóst hvaða áhrif efnin hafi á
fólk.
Vatnsréttindi: Landsvirkjun vildi lækkun
Landsvirkjun vildi að greiðsla fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar
yrði lækkuð í 770 milljónir króna. Fyrirtækið byggði kröfuna einkum á
fordæmi frá Blönduvirkjun. Héraðsdómur Austurlands staðfesti í gær
úrskurð matsnefndar frá árinu 2007 um að Landsvirkjun bæri að greiða
landeigendum 1,6 milljarð króna fyrir vatnsréttindin.
Lögin um stjórnlagaþingið voru illa samin: Önnur niðurstaða hefði grafið undan kosningakerfinu
Gísli M. Auðbergsson, eigandi austfirsku lögmannsstofnunnar Réttvísi,
segir ljóst að lög um kosningar til stjórnlagaþings hafi verið illa
samin. Hefði Hæstiréttur ekki ógilt kosningarnar hefði það rýrt tiltrú
Íslendinga á kosningakerfinu. Í kæru Réttvísi var meðal annars vísað til
ákvæða í stjórnarskrá um leynd kosninga.
Völva Agl.is: Að lokum
Eftir áföll seinustu mánaða er íslenska þjóðin farin að sjá í gegnum
spuna sem á borð fyrir hana er borin. Þetta er meðal þess sem fram kemur
í lokaorðum völvu Agl.is.
Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi
Á morgun fara fram úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á
Austurlandi. Keppt verður í Reyðarfjarðarkirkju en þetta er í fyrsta
sinn sem keppnin er haldin.
Vatnsréttindi: Almenni markaðurinn gæti ekki tekið við rafmagninu frá Kárahnjúkum
Matsnefnd á vatnsréttindum við Kárahnjúkavirkjun taldi árið 2007 að ekki
væru aðrir vænlegir kaupendur að orku frá virkjuninni heldur en álver
Alcoa í Reyðarfirði. Það rýrir því kröfur landeigenda um háar bætur.
Austfirskir þjófar handteknir
Lögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við
rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og
víðar undanfarnar vikur. Málin teljast nú upplýst og hinum handteknur
hefur verið sleppt.