Helga greiðir sjálf flutningana
Kostnaður fellur ekki á Fjarðabyggð vegna flutninga Helgu Jónsdóttur, fyrrum bæjarstýru, úr sveitarfélaginu.
Kostnaður fellur ekki á Fjarðabyggð vegna flutninga Helgu Jónsdóttur, fyrrum bæjarstýru, úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt að sameina rekstur leik-,
grunn- og tónskólans á Djúpavogi með einum skólastjóra. Breytingarnar
eiga að skila bæði rekstrarlegum og faglegum ávinningi.
Ekkert ferðaveður hefur verið um Hvalnes- Þvottárskriður í dag. Frá miðnætti hefur vindhraði þar verið nokkuð stöðugur yfir 20 metrum á sekúndum og rúður brotnuðu í bílnum. Veðurspár benda ekki til að úr vindinum dragi að ráði fyrr en seinni partinn á morgun en þá fer að kólna.
Útlit er fyrir að ferjusiglingar milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar
leggist af í sumar vegna niðurskurðar. Ríkið vill að sveitarfélagið taki
við siglingaleiðinni.
Fulltrúar í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hafa áhyggjur af því að skólinn
sé fjársveltur. Þeir spyrja hvort skilyrði aðalnámsskrár séu uppfyllt.
Helga Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarstýra í Fjarðabyggð, er enn á launum
hjá sveitarfélaginu þótt komið sé fram yfir þann biðlaunatíma sem samið
var um í upphafi. Sveitarfélagið greiðir að auki flutningskostnað hennar
til Reykjavíkur.
Byggja þarf upp snjóflóðavarnir á skíðasvæðinu í Oddsskarði í ljósi nýs
hættumats fyrir svæðið. Hluti barnalyftunnar er á svæði sem ekki stenst
viðmið reglugerðar um skíðasvæðahættumat.
Austurför er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Heiðar Vigfúsdóttir sem segir hugmyndina að fyrirtækinu til komna vegna reynslu sinnar í ferðaþjónustu.
Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands
(StarfA) segir að stofnunin hafi áður fengið vilyrði frá ríkinu um
stuðning. Uppsagnir starfsfólks standi því.
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð gagnrýna ákvörðun stjórnar
Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA) um að tilkynna um væntanlega
lokun stofnunarinnar áður en rætt var við sveitarfélagið. Þeir eru
ósáttir við hvernig komið er fram við stuðningsaðila, starfsfólk og
skjólstæðinga.
Hrognavinnsla stendur nú sem hæst á loðnuvertíðinni. Unnið er myrkranna á
milli í helstu loðnuverksmiðjum á Austurlandi. Veður hefur verið vont á
miðunum seinustu daga.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.