Hanna Birna: Staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins er ekki í lagi

hanna birna kristjansdottir nov13Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var afar gagnrýnin á stöðu kvenna innan flokksins á opnum fundi á Egilsstöðum fyrir helgi. Hún hvatti karlmenn í flokknum til að sýna meira umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika kvenna í stjórnmálum.

Lesa meira

Bjarni Ben: Við höfum klárað það verkefni að koma vinstri stjórninni frá

bjarni ben feb14Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir betri anda ríkja innan Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn komst á ný í ríkisstjórn eftir þingkosningarnar síðasta vor. Flokkurinn á samt talsvert í land með að ná því fylgi sem hann var með á árum áður. Formaðurinn viðurkennir að skoða verði nýjar leiðir til að ná til fólksins.

Lesa meira

Lagarfljótið byrjað að renna um nýjan ós – Myndir

lagarfljotsos 05022014 toki 3Lagarfljótið hóf að renna um nýjan ós á Héraðssandi á þriðjudagskvöld en hann var grafinn til að beina fljótinu aftur í eldri farveg. Verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun segir útlitið með nýja ósinn gott en treyst sé á hagstætt veður fyrstu dagana á meðan fljótið grefur sig þar út.

Lesa meira

Flugmiðinn kominn langt upp fyrir sársaukamörk þegar menn eyða frekar tveimur dögum í að keyra

flugfelagsfundur 07022014 0031 webAtvinnulíf á Austurlandi þarf á stórbættum samgöngum að halda til að hægt sé að nýta þau tækifæri sem í því bjóðast á næstu árum. Há flugfargjöld eru afar íþyngjandi fyrir félagasamtök, stofnanir og þá ekki síður íbúa í fjórðungnum. Í innanríkisráðuneytinu er skoðað hvort hægt sé að færa stuðning frá millilandaflugi til innanlandsflugs.

Lesa meira

Janne Sig: Flug á ekki að vera lúxusvara þegar fólk þarf á því að halda

janne sigurdsson feb14Miklar fjarlægðir og dýr ferðalög frá stórfjölskyldunni gerir Alcoa Fjarðaáli erfitt að fá til sín starfsfólk og halda í það. Forstjóri fyrirtækisins segir ekki ganga að flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Egilsstaða séu lúxusfyrirbæri því Austfirðingar þurfi á þeim að halda.

Lesa meira

Páll Björgvin: Skólinn akkerið í byggð á Stöðvarfirði

thokusetur ibuafundur 0010 webPáll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir það hafa sýnt sig að mikilvægt sé að halda úti skóla á Stöðvarfirði. Það hafi verið grunnurinn að því að viðhalda byggð á staðnum. Bæjarbúar segja heilsárs atvinnu skorta á staðinn.

Lesa meira

Er innanlandsflug raunhæfur samgöngukostur fyrir Austurland?

flug flugfelagislands egsflugvFöstudaginn 7. febrúar nk. kl. 12.00 standa Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú fyrir fundi á Hótel Héraði þar sem rætt verður innanlandsflug og verðlagningu flugfargjalda. Gestur á fundinum verður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Lesa meira

Hanna Birna: Ráðuneytið hefur ekkert að fela

hana birna kristjansdottir feb14Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir ekkert að fela hjá ráðuneytinu við það hvernig minnisblað úr ráðuneytinu um með viðkvæmum persónuupplýsingum um hælisleitanda barst í hendur fjölmiðla. Ríkissaksóknari fól í dag lögreglunni að rannsaka hvernig það gerðist.

Lesa meira

Veiddi virkt tundurdufl úti fyrir Austfjörðum

Tundurdufl LHG feb14Bergey VE fékk í morgun virkt tundurdufl í vörpuna úti á Skrúðsgrunni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og fóru um borð í skipið og gerðu duflið óvirkt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.