Austfirskir kennarar vilja endurmenntun

forseti egs 0058 webAustfirskir kennarar telja sig almennt þurfa á endurmenntun að halda. Fræðsla um rafrænt námsefni og nemendur með sérþarfir eru ofarlega á forgangslista þeirra.

Lesa meira

50 störf á Djúpavogi í uppnámi við brotthvarf Vísis: Þýðir ekki annað en standa í lappirnar og halda áfram

visir djupi mk2 webVísir hf. áformar að flytja alla fiskvinnslu sína í áföngum til Grindavíkur sem þýðir að vinnsla fyrirtækisins á Djúpavogi leggst af. Þar starfa um fimmtíu starfsmenn og hefur starfsemi fyrirtækisins verið hryggjarstykkið í atvinnulífi staðarins undanfarin ár. Sveitarstjórinn segir þó fleiri möguleika í staðinn og ákvörðunin nú sé tímabundið bakslag.

Lesa meira

Leikskólabörn á Vopnafirði kynna sér brunavarnir

vis leikskoli vpfjBörnin á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði láta ekki sitt eftir liggja í brunavörnum þar á bæ. Mánaðarlega gegna þau elstu hlutverki aðstoðarslökkviliðsmanna og fara með leikskólakennara um bygginguna til að taka út brunavarnir.

Lesa meira

Sjáið snjóflóðið í Fannardal úr lofti - Myndir

fannardalur snjoflod 26032014 hsSnjóflóð féll í Fannardal í fyrrinótt skammt við athafnasvæði Metrostav sem vinnur að gerð nýrra Norðfjarðarganga. Snjóflóðið var nokkuð kraftmikið og staðnæmdist um tíu metra frá veginum sem liggur inn í göngin.

Lesa meira

Vísir áformar að flytja fiskvinnslu frá Djúpavogi: Erum hundsvekktir yfir þessari stöðu

visir djupi mk webFramkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis segir það erfiða tilhugsun að flytja fiskvinnslu fyrirtækisins frá Djúpavogi eftir áralanga uppbyggingu þar. Starfsfólki var tilkynnt um áform fyrirtækisins í dag þótt endanleg ákvörðun liggi ekki enn fyrir. Í hönd fer samráð við nærsamfélagið um hvernig best verði að standa að breytingunum gangi þær eftir.

Lesa meira

Litlar breytingar í efstu sætunum hjá framsóknarmönnum á Héraði

alisti blisti heradLitlar breytingar verða á efstu sætum framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði frá síðustu bæjarstjórnarkosningum verði tillaga uppstillingarnefndar, sem lögð var fram á félagsfundi í gærkvöldi, samþykkt. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, er efstur samkvæmt tillögunni.

Lesa meira

Skoða Eskifjörð fyrir Norrænu: Erfitt fyrir sveitarfélög að hafna óskum fyrirtækja um viðræður um þjónustu

norronaHafnarstjórn Fjarðabyggðar og bæjarráð samþykktu í vikunni að halda áfram viðræðum við Smyril-Line, útgerð Norrænu, um mögulegar siglingar ferjunnar til Eskifjarðar í stað Seyðisfjarðar. Bæjarstjóri segist gera sér grein fyrir að málið sé flókið en erfitt sé fyrir sveitarfélög að hafna óskum fyrirtækja um viðræður um þjónustu.

Lesa meira

Starfsmenn Vísis í sjokki eftir tilkynningu um lokun á Djúpavogi

hjordis thora sigurthorsdottir aflStarfsfólk Vísis á Djúpavogi er slegið eftir að fyrirtækið tilkynnti í dag að það áformaði að hætta fiskvinnslu á staðnum frá og með 1. ágúst. Tíðindin þykja óvænt þar sem fyrirtækið hefur byggt upp í bænum síðustu ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.