Alcoa afhenti fjárstyrki í VA

sdc10418.jpg
Í morgun var styrkur afhentur til nýnema sem sótt höfðu um styrk til náms í grunndeild raf- og málmiðndeilda í Verkmenntaskóla Austurlands. 

Lesa meira

Foreldar sem ekki virða vistunartíma sektaðir

vopnafjordur.jpgTil stendur að sekta foreldra á Vopnafirði sem ekki virða vistunartíma barna sinna á leikskóla. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma á skólanum.

 

Lesa meira

Síldarvinnslan fékk tvenn verðlaun á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum

svn_logo.jpgTvenn verðlaun féllu í skaut Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þegar Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í síðustu viku. Alls voru veitt sautján viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í fiskveiðum og sjávarútvegi bæði hérlendis og erlendis.

 

Lesa meira

Forysta Framsóknar fundaði á Egilsstöðum

xb_fundur_egs_sept11_asmundur_vigga_web.jpgÞingflokkur Framsóknarmanna fundaði um helgina á Hótel Héraði, Egilsstöðum með landstjórn Framsóknar. Um var að ræða árlegan fund þar sem farið er yfir áherslur á nýju þingi sem sett verður 1. október næstkomandi.

 

Lesa meira

Austfirskir lögreglumenn vilja endurheimta verkfallsréttinn

logreglumerki.jpgLögreglumenn á Austurlandi skora á ráðherra að ganga til samninga við Landssamband lögreglumanna og leiðrétta laun þeirra í samræmi við aðrar stéttir sem margar hafa náð fram betri samningnum í krafti verkfallsréttar.

 

Lesa meira

Tvöfalt meiri makríll unninn til manneldis á Vopnafirði

vopnafjordur.jpgVinnsla og frysting á makrílafurðum til manneldis hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði hefur meira en tvöfaldast nú á vertíðinni í samanburði við vertíðina í fyrra. Búið er að frysta alls tæplega 11.000 tonn af makrílafurðum á Vopnafirði en alla vertíðina í fyrra nam magnið tæplega 5.000 tonnum.

 

Lesa meira

BM Vallá hverfur frá Austurlandi

bm_valla.jpgTil stendur að leggja niður starfsemi BM Vallár á Reyðarfirði í lok mánaðarins. Umsvifin hafa minnkað verulega eftir bóluna á svæðinu um miðjan áratuginn. Að auki hefur fyrirtækið siglt í gegnum mikinn öldusjó.

 

Lesa meira

Svona fyllist Borgarfjörður um Bræðsluhelgi; Myndband

braedslan_2011_0309_web.jpgÍbúatala Borgarfjarðar eystri margfaldast um hverja Bræðsluhelgi. Á vef sveitarfélagsins gefur nú að líta myndband sem tekið var í sumar þar sem sést hvernig tjaldsvæðið á Borgarfirði fyllist í byrjun helgarinnar og tæmist loks á sunnudeginum.

Lesa meira

Ágúst Ármann látinn

agust_armann.jpgÁgúst Ármann Þorláksson, tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Neskaupstað mánudaginn 19. september, 61 árs að aldri. Hann hefur í áratugi verið einn af lykilmönnunum í austfirsku tónlistarlífi í áratugi.

 

Lesa meira

Seyðisfjörður: Starfslok bæjarstjóra kosta 4,6 milljónir króna

oli_hr_sig_sfk.jpgHeildargreiðslur vegna starfsloka Ólafs Hr. Sigurðssonar sem bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í vor nema 4,6 milljónum króna. Bæjarfulltrúi segir að gengið hafi verið frá samningum án samþykkis bæjarráðs eða bæjarstjórnar.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.