Er byggðavandinn skortur á félagsþroska?
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt á
föstudag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á
félagsþroska.“
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt á
föstudag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á
félagsþroska.“
Rúmlega 1300 tonnum var landað á Breiðdalsvík á seinasta fiskveiðiári. Ekki hefur meiri afli komið þar á land frá árinu 1995.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps leitar leiða til að selja fasteignir í
eigu sveitarfélagsins til að rétta við fjárhag þess. Hann hefur verið
bágborinn um nokkurt skeið og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
bæði fylgst sérstaklega með Djúpavogshreppi og aðvarað hann.
Milliuppgjör sveitarfélagsins var undir væntingum.
Minnihluti fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs vill að skoðaðir verði
möguleikar á að sameina tónlistarskólana í sveitarfélaginu og
unglingadeildir Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Meirihlutinn vill skoða
aðrar hagræðingarleiðir. Nefndin er þó einhuga um að hafin verið vinna
við sameiningu leikskólanna Tjarnarlands og Skógarlands.
Markaðsstofa Austurlands og Ferðamálasamtök Austurlands sameinast á
næstunni undir merkjum Ferðamálasamtaka Austurlands. Þetta var samþykkt á
aukaaðalfundi samtakanna sem fram fór á Hallormsstað fyrir skemmstu.
Vinnubúðir Alcoa Fjarðaáls, sem standa að Hrauni í Reyðarfirði, verða
þar áfram fram á vor. Sveitarfélagið Fjarðabyggð vill að þær verði
horfnar fyrir lok næsta árs.
Nýtt met var slegið í veiði í Breiðdalsá í sumar þegar 1430 laxar komust
á land. Stærsti laxinn var tíu kílógramma hrygna. Ríflega fimm hundruð
laxar veiddust á Jöklusvæðinu.
Heilsueflandi framhaldsskóli, verkefni landlæknisembættisins var hleypt af stokkunum í Verkmenntaskóla Austurlands miðvikudaginn þann 19. október.
Verslanakeðjan Samkaup opnaði um helgina Nettó verslun í húsnæðinu sem
áður hýsti kjörbúð Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Verslunin hefur
fengið algjöra andlitslyftingu.
Alcoa Fjarðaál á í viðræðu við Landsvirkjun um kaup á orku fyrir
hugsanlega stækkun álversins í Reyðarfirði. Allt að tvö hundruð manns
gætu fengið vinnu við stækkunina sem yrði upp á 40 þúsund tonn.
Opinn fundur um samgöngur og ferðamál verður haldinn á Hótel Álfheimum, Borgarfirði eystri, á morgun. Fundurinn hefst klukkan níu í fyrramálið og stendur fram yfir kaffi.
Fyrirtækið ALUCAB ehf. áformar að reisa álkaplaverksmiðju á Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur fengið samþykki bæjaryfirvalda á álversreitnum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.