Sparisjóðurinn ekki seldur: Ekkert boð nógu gott
Hætt hefur verið sölu Sparisjóðs Norðfjarðar því ekki bárust viðunandi
tilboð. Útibúinu á Reyðarfirði verður lokað í vor til að treysta
reksturinn. Fimm einstaklingar missa vinnuna við það.
Hætt hefur verið sölu Sparisjóðs Norðfjarðar því ekki bárust viðunandi
tilboð. Útibúinu á Reyðarfirði verður lokað í vor til að treysta
reksturinn. Fimm einstaklingar missa vinnuna við það.
Lífeyrissjóðurinn Stapi mun draga til baka þátttöku sína í
viljayfirlýsingu um fjármögnun nýs Landsspítala verði staðið við
hugmyndir um skattleggja inneignir í sjóðunum. Stjórn sjóðsins telur ekki grundvöll fyrir samvinnu þegar ráðist sé að grundvelli lífeyrissjóðskerfisins.
Hin íslenska þjóð tjáir trú sína þegar hún heldur íslensk jól þar sem
fólk hittist úti á götu og óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Það hefur
lítið breyst þrátt fyrir tækniframfarir og samfélagsbreytingar á
undanförnum árum.
Vilhjálmur Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, verður áfram bæjarstjóri. Ótímabundinn ráðningarsamningur við hann var staðfestur af bæjarstjórn í síðustu viku.
Enginn organisti var við náttsöng í Heydalakirkju á aðfangadagskvöld því
hann var veðurtepptur á Eskifirði. Presturinn segist hafa búið sig
undir tóma kirkju í veðurofsanum en sveitungar hans börðust í gegnum bylinn og fjölmenntu í kirkjuna.
Að minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólahaldi sínu vegna
ófærðar yfir Oddsskarð á aðfangadagskvöld. Vegurinn þar var lokaður frá
kvöldmat og fram að miðnætti.
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Spáð er vonskuveðri í kvöld.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það illa nauðsyn að fresta
nýjum Norðfjarðargöngum á samgönguáætlun því ríkissjóður sé tómur. Hann
viðurkennir að ganga sé þörf og hrósar heimamönnum fyrir baráttu sína.
Skiptum er lokið á þrotabúi KK Matvæla sem urðu gjaldþrota fyrir rúmum tveimur árum. Eftir að fyrirtækið skipti um eigendur breyttist starfsemin og fátt varð um ársreikninga.
Lögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu tvo veiðiþjófa í gær sem skotið
höfðu hreindýr. Þeir sögðust hafa verið á refaveiðum en ekki staðist
freistinguna þegar þeir urðu varir við dýrið.
Þrýstihópur um gerð Norðfjarðarganga skorar á að gerð verð óháð úttekt
um ástand Norðfjarðarganga. Hópurinn segir Vegagerðina senda saklausa
verkamenn sína í skjóli nætur til að fjarlægja laust grjót úr göngunum.
Hópurinn sakar ráðherra og Vegagerðina um að misnota aðstöðu sína í
umræðunni.
Ekki hafa náðst samningar um björgunarlaun flutningaskipsins Ölmu sem
dregin var til hafnar á Fáskrúðsfirði fyrir rúmum mánuði. Trygging var
reidd fram áður en skipið var dregið til Akureyrar um helgina.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.