Gunnhildur, Ingunn Bylgja og Guðmundur oftast strikuð út á Héraði

xb fherad x14Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem var í öðru sæti Framsóknarflokksins, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem var í fimmta sæti Héraðslistans og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fengu flestar útstrikanir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Hrund Snorra fékk flestar útstrikanir á Vopnafirði

vopnafjordur 02052014 0004 webHrund Snorradóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarmanna og óháðra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Vopnafirði fékk flestar útstrikanir af frambjóðendum í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Austurbrú í fjárþröng: Óbreyttur rekstur ekki kostur

austurbru logoRúmlega tuttugu milljóna króna tap varð á rekstri Austurbrúar á síðasta ári. Endurskoðandi stofnunarinnar telur að með óbreyttum rekstri geti hún ekki staðið við skuldbindingar sínar í ár. Aðgerðir eru þegar hafnar til að rétta við fjárhaginn.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Met slegið í gangagreftrinum

juni 12062014 2Met var slegið í jarðgangagreftrinum í síðustu viku, þegar rúmlega 136 m voru lagðir að baki í heildina. Eskifjarðarmegin voru grafnir 75,2 m og var grafið í basalti og kargabergi. Rauðleitt smit er á kargaberginu og sjást þess merki á fyllingum við ós Eskifjarðarár.

Lesa meira

Fangelsisdómurinn yfir Friðriki Brynjari staðfestur: Frásögn hans stenst ekki blóðferla á vettvangi

mordmal domari2 07052013Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Austurlands um sextán ára fangelsisdóm yfir Friðriki Brynjari Friðrikssyni fyrir að hafa myrt Karl Jónsson á Egilsstöðum í maí í fyrra. Dómkvaddir matsmenn skiluðu nýrri greinargerð um blóðferlana í íbúð Karls en Hæstiréttur telur hana ekki styðja fullyrðingar Friðriks um sakleysi hans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.