Jarðgöng fyrst eða vegagerð? Klofningur í stjórn SSA

vegaframkv_web.jpgStjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) klofnaði í atkvæðagreiðslu um hvort setja ætti gerð jarðganga eða vega í forgang í fjórðungnum. Jarðgöngin urðu ofan á í vali um forgangsröðum verkefna innan landshlutans fyrir fjárfestingaráætlun ríkisins á næsta ári.

 

Lesa meira

Steingrímur J.: Slagurinn stendur um hversu framarlega í röðinni Norðfjarðargöng verða

steingrimur_j_sigufsson.jpgSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, segir slaginn um framtíð Norðfjarðarganga standa um hversu framarlega þau verði í nýrri samgönguáætlun sem tekin verði fyrir á þingi í haust. Þingmenn kjördæmisins séu sammála um að þau eigi að ganga fyrir öðrum framkvæmdum í kjördæminu.

 

Lesa meira

Sparisjóður Norðfjarðar auglýstur til sölu

sparisjodur_norrdfjardar.jpgFyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hefur auglýst allt stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar til sölu. Áhugasamir fjárfestar hafa frest til loka septembermánaðar til að skila inn tilboðum.

 

Lesa meira

Tvöfalt meiri makríll unninn til manneldis á Vopnafirði

vopnafjordur.jpgVinnsla og frysting á makrílafurðum til manneldis hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði hefur meira en tvöfaldast nú á vertíðinni í samanburði við vertíðina í fyrra. Búið er að frysta alls tæplega 11.000 tonn af makrílafurðum á Vopnafirði en alla vertíðina í fyrra nam magnið tæplega 5.000 tonnum.

 

Lesa meira

Seyðisfjörður: Starfslok bæjarstjóra kosta 4,6 milljónir króna

oli_hr_sig_sfk.jpgHeildargreiðslur vegna starfsloka Ólafs Hr. Sigurðssonar sem bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í vor nema 4,6 milljónum króna. Bæjarfulltrúi segir að gengið hafi verið frá samningum án samþykkis bæjarráðs eða bæjarstjórnar.

 

Lesa meira

Hópslysaæfing við Reyðarfjörð á morgun

logreglumerki.jpgAlmannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði í samvinnu við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra standa á morgun, laugardaginn 17. september, fyrri hópslysaæfingu við Reyðarfjörð.

 

Lesa meira

Stóriðjuskóli Fjarðaáls settur í fyrsta sinn

storidjuskoli_alcoa_fyrstidagur_web.jpgStóriðjuskóli Fjarðaáls á Hrauni við Reyðarfjörð var settur í fyrsta sinn í morgun,. Þrjátíu manns, allt starfsfólk álversins, settust þá á skólabekk í kennslustofu álsversins í því skyni að afla sér fjölbreyttrar menntunar, sem bæði er ætlað að nýtast í störfum þeirra í álverinu en einnig til frekara náms síðar. Alls sóttu yfir áttatíu manns um skólavist, en meðal umsóknaskilyrða er að lágmarki þriggja ára starfsaldur hjá Fjarðaáli.

 

Lesa meira

Jón Björn: Orkugjafar framtíðarinnar verða fjölbreyttir

jon_bjorn_skulason_samgongufundur.jpgFjölbreytni orkugjafa samgöngutækja eykst í framtíðinni. Þetta er mat Jóns Björns Skúlasonar, verkefnisstjóra hjá Grænu orkunni. Um alla Evrópu prófa menn sig áfram með mismunandi hvata fyrir bifreiðaeigendur til að skipta um orkugjafa.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.