Vilja framlengja þjónustusamning við Norðlandair
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps vill að þjónustusamningur við Norðlandair
um flug milli Vopnafjarðar og Akureyrar verði framlengdur. Samningurinn
rennur út um næstu áramót.
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps vill að þjónustusamningur við Norðlandair
um flug milli Vopnafjarðar og Akureyrar verði framlengdur. Samningurinn
rennur út um næstu áramót.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verður meðal gesta á íbúafundi um
Norðfjarðargöng sem boðað hefur verið til í Egilsbúð kvöld.
Fulltrúar í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hafa áhyggjur af því að skólinn
sé fjársveltur. Þeir spyrja hvort skilyrði aðalnámsskrár séu uppfyllt.
Austfirsk matargerð og hráefni, einkum frá Eymundi Magnússyni, bónda í
Vallanesi, hlýtur lofsamlega umfjöllun í bandarísku tímariti. Hvert sem
farið er um landið skýtur hráefni hans upp kollinum.
Sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Djúpavogshreppur hafa ákveðið að
vísa kærum sínum vegna fjárfestingafélagsins Giftar til ríkissaksóknara
eftir að ríkislögreglustjóri taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt í
málinu.
Austurför er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Heiðar Vigfúsdóttir sem segir hugmyndina að fyrirtækinu til komna vegna reynslu sinnar í ferðaþjónustu.
Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Austurlands
(StarfA) segir að stofnunin hafi áður fengið vilyrði frá ríkinu um
stuðning. Uppsagnir starfsfólks standi því.
Vélsleðamaður, sem slasaðist á Fjarðarheiði seinni partinn í gær var fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum á Landsspítalann þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Hann er sagður á batavegi.
Kostnaður fellur ekki á Fjarðabyggð vegna flutninga Helgu Jónsdóttur, fyrrum bæjarstýru, úr sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt að sameina rekstur leik-,
grunn- og tónskólans á Djúpavogi með einum skólastjóra. Breytingarnar
eiga að skila bæði rekstrarlegum og faglegum ávinningi.
Ekkert ferðaveður hefur verið um Hvalnes- Þvottárskriður í dag. Frá miðnætti hefur vindhraði þar verið nokkuð stöðugur yfir 20 metrum á sekúndum og rúður brotnuðu í bílnum. Veðurspár benda ekki til að úr vindinum dragi að ráði fyrr en seinni partinn á morgun en þá fer að kólna.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.