Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, leiðir lista hans í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra er í heiðurssætinu.
Neytendur gera auknar kröfur um að vita hvaðan sá matur sem þeir kaupa kemur. Þetta segir Ólafur Kristinn Kristínarson, nýr framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Snæfells sem Sáturfélag Austurlands er að baki.
Ríkisvaldið virðist vera fallið frá hugmyndum um sameiningu þjóðgarðsstofnana í eina sem mættu andstöðu heimamanna á Austursvæði. Til stendur þó að endurskoða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðar.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það óyggjandi að margir hafi veikst vegna myglusvepps í húsum. Skoða þurfi málið heildstætt, út frá tryggingu og heilbrigðiskerfinu. Hann tekur jákvætt í hugmyndir um að fá Íbúðalánasjóð til að hýsa þá sem ekki geta búið í húsum sínum sem eru skemmd.
Byrjað er að slátra nautgripum sem taldir eru hafa sýkst af smitandi barkabólgu á Egilsstaðabúinu á Völlum. Tólf gripir voru sendir í slátrun í síðustu viku.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt kauptilboð Hótel Framtíðar í húsnæðið sem áður hýsti dvalarheimilið Helgafell. Fyrirtækið ætlar að nota húsnæðið undir ferðaþjónustu.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi urðu efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í vor.
Finnbogi Alfreðsson, verkefnisstjóri nýsköpunar- og þróunar hjá Austurbrú, hefur látið af störfum. Launakjör hans samræmdust ekki launastefnu stjórnar félagsins.
Tónleikar verða haldnir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun til styrktar Rauða krossi Íslands til að styðja við fjölskyldur og einstaklinga sem leita til félagsins eftir aðstoð til að halda jólin hátíðleg. Listamenn af öllu Austurlandi koma þar fram og gefa vinnu sína.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu – og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið vonbrigði að Framtakssjóður Íslands skuli ekki hafa verið tilbúinn að leggja fé til uppbyggingar álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði. Vonir um þá uppbyggingu virðast nú að engu orðnar.