Orkumálinn 2024

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Ritlest mynd 2015Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina og í henni verða verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín, ásamt austfirskum höfundum og þýðendum.

Lesa meira

„Tækifæri sem við verðum að nýta"

discover the world fundur„Fundurinn er í raun haldinn til að tengja saman fyrirtæki sem hafa áhuga á að vinna saman í tengslum við beina flugið," segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri flugvallarverkefnisins, en Austurbrú boðar til fundar með Discover The World klukkan 10:00 þann 30. nóvember á Hótel Héraði Icelandair Hótelinu á Egilsstöðum.

Lesa meira

"Þetta kom okkur skemmtilega á óvart"

mjoeyri10Ferðaþjónustan á Mjóeyri hlaut viðurkenningu Ferðaþjónustu bænda sem framúrskarandi ferðaþjónustubær á uppskeruhátíð samtakanna.

Lesa meira

Fjármál Fljótsdalshéraðs: Erum ekki í vandræðum með að borga okkar skuldir

bjorn ingimarsson 0006 webBæjarstjóri Fljótsdalshéraðs viðurkennir að sveitarfélagið sé skuldsett en segir fjárflæði það tryggt að lítil hætta sé á að skuldirnar gjaldfalli eða að draga þurfi úr þjónustu. Ekki verður hins vegar hægt að efla þjónustu eins og margir höfðu vonast til á næsta ári vegna almennra útgjaldahækkana.

Lesa meira

Alþjóðleg arkitektastofa sigraði í samkeppni á Borgarfirði

bfj hafnarholmi arkitektakeppni 0013 halli webTillaga Anderson & Sigurdsson hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir ferðamenn og sjómenn í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. Annar aðalarkitektanna segir markmiðið hafa verið að hanna byggingu sem falli vel inn í umhverfið.

Markmiðið er að byggja að austanverðu við höfnina aðstöðubyggingu fyrir sjómennsku og ferðamennsku. Hafnarhólminn er orðinn einn fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands en þar er einstök aðstaða til að komast í návígi við lunda og fleiri sjófugla en borgfirskir sjómenn gera einnig þaðan út.

Tíu tillögur bárust í hönnunarsamkeppni um aðstöðuhúsið en tillaga Anderson & Sigurdsson varð hlutskörpust.

Í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé falleg, látlaus og líkleg til að fanga athygli ferðamanna, án þess að skyggja um of á náttúru og umhverfi. Grunnmyndir séu skýrar og flæði vel leyst.

Unnið sé faglega með dagsbirtu og útsýni frá byggingunni. Tillagan sé hagkvæm til útfærslu en gera hefði þurft betur grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða, stígum og aðkomu.

Lögðu upp með látlausa byggingu
Þórhallur Sigurðsson stýrir stofunni ásamt danskri konu sinni. Stofan er staðsett í Danmörku og auk hjónanna mynduðu Pólverji og Frakki hið alþjólega lið að baki tillögunni.

„Í flestum tilfellum sendum við mann á staðinn en að þessu sinni var langt að fara og því ekki annað að gera en viða af okkur gögnum."

Hann segir markmiðið hafa verið að leggja fram tillögu sem félli vel að fögru umhverfi. „Spurningin er alltaf hvort þetta eigi að vera bygging sem hrópar út á við eða dregur sig til baka og er hlutlaust gagnvart umhverfinu.

Það má segja að við höfum valið seinni leiðina, að vinna með hið látlausa og einfalda en gefa henni um leið ákveðið tvist. Við vonumst til að bjóða upp á góða rýmisupplifun, birtu og útsýni – við bjóðum reyndar ekki upp á það en reynum að ramma það eins vel inn og hægt er."

Heiður að vinna fyrstu verðlaun

Hugmyndin er um þriggja hæða teningslaga byggingu, 10x10x10 metra þar sem hver hæð er fleyguð til að falla inn í landslagið og mynda útirými fyrir hæðirnar. Á fyrstu hæð verði aðstaða fyrir hafnarvörð, á annarri veitingaaðstaða, sýningar á þeirri þriðju og útsýnispallur af þakinu. Byggingarefnið er að mestu steinsteypa en lerki notað í innréttingar.

Halli sagðist ánægður með framtak Borgfirðinga. „Það er stórkostlegt að á svona litlum stað velji menn að fara í samkeppni um svona lítið hús. Það hefur verið kallað eftir að menn hugi að því hvernig þeir sinni ferðamennskunni og þetta er dæmi um það.

Það er heiður fyrir okkur að vinna fyrstu verðlaun og frábært fyrir mig að hafa heimsótt staðinn. Það gefur okkur gott veganesti til að vinna áfram. Það er mikilvægt að koma sér inn í hugarfarið, í landið og sjóinn. Það hjálpar mér að hafa sótt sjóinn sjálfur. Við viljum lifa okkur inn í landslagið og starfsemina."

boggahofn3d 1
boggahofn3d 2boggahofn3d 3borgarfjordur 20151023 0021 webborgarfjordur 20151023 0035 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Mótmæla breytingum Landsbankans

seydisfjordur april2014 0006 webBæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar telur breytingar á útibúi bankans á Seyðisfirði ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu bankans.

Lesa meira

Dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurland hefur dæmt unglingspilt í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi til fjögurra ára fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Piltinum er gert að sæta sérstöku eftirliti og leita sér sálfræðiaðstoðar á tímabilinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.