Fyrsta loðnan til Neskaupstaðar

Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað á laugardag. Aflinn var 710 tonn af frosinni loðnu og 30 tonn af fráflokkaðri sem fór í mjöl- og lýsisvinnslu.

Lesa meira

Gistinóttum í nóvember fjölgaði mest eystra

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi í nóvembermánuði fjölgaði um 46% á milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er mesta aukning á landinu í mánuðinum. Gistinæturnar eru þó enn fæstar eystra.

Lesa meira

Sektaður fyrir að sigla án réttinda

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur sektað karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa farið í veiðiferð án þess að hafa tilskilin réttindi.

Lesa meira

Jarðhitaleit í Fjarðabyggð gefur tilefni til nánari rannsókna

Jarðhitaleit á Norðfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gefur fyrirheit til frekari rannsókna. Þar virðast finnast álíka heit svæði og á Eskifirði en þar fannst vatnsæð sem hefur séð bænum fyrir heitu vatni í tæp tíu ár.

Lesa meira

Heitar umræður í jafnréttisviku ME

Jafnréttisnefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, í samstarfi við Nemendafélag ME og Femínistafélag ME, hefur í vikunni staðið fyrir jafnréttisviku í þeim tilgangi að fræða og efla umræðu um jafnréttismál innan skólans.

Lesa meira

Eva Mjöll rekstrarstjóri FSN til hausts

Eva Mjöll Þorfinnsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf rekstrarstjóra Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN). Stjórnendur HSA segja horfa til betri vegar í læknamálum sjúkrahússins. Þeir telja mikilvægt að renna frekari stoðum undir heilsugæsluna í Fjarðabyggð með byggingu sameiginlegrar miðstöðvar á Reyðarfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.