Orkumálinn 2024

Hofsjökli og Þrándarjökli verður ekki bjargað

Hofsjökull eystri mun hverfa á fáum áratugum og Þrándarjökull verður innan tíðar heldur ekki talinn meðal íslenskra jökla vegna hlýnunar jarðar. Þeir hafa meira en helmingast undanfarna öld. 

Lesa meira

Sigrún Blöndal: Hver vill vera mamman sem fjarlægði leiktækin?

Konur í sveitastjórnum þurfa oft að velja á milli vinnunnar, fjölskyldunnar og stjórnmálanna. Það gerir þær margar afhuga stjórnmálunum. Ýmis önnur streita sem fylgir gerir starfið ekki aðlaðandi. Seta í sveitarstjórnum verði að flokkast sem starf en ekki áhugamál.

Lesa meira

Fyrsta loðnan til Neskaupstaðar

Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu ársins í Neskaupstað á laugardag. Aflinn var 710 tonn af frosinni loðnu og 30 tonn af fráflokkaðri sem fór í mjöl- og lýsisvinnslu.

Lesa meira

Djúpavogshreppur sýknaður af skaðabótakröfu hluthafa Kvennasmiðjunnar

Djúpavogshreppur og tveir einstaklingar sem sátu á vegum hreppsins í stjórn Kvennasmiðjunnar ehf. hafa verið sýknaður af tæplega átta milljóna skaðabótakröfu minnihluta eigenda í félaginu. Þeir töldu sig hafa orðið fyrir skaða með að fá ekki að njóta forkaupsréttar áður en meirihluti stjórnarinnar ákvað að hætta rekstri félagsins í Löngubúð.

Lesa meira

Jarðhitaleit í Fjarðabyggð gefur tilefni til nánari rannsókna

Jarðhitaleit á Norðfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði gefur fyrirheit til frekari rannsókna. Þar virðast finnast álíka heit svæði og á Eskifirði en þar fannst vatnsæð sem hefur séð bænum fyrir heitu vatni í tæp tíu ár.

Lesa meira

Heitar umræður í jafnréttisviku ME

Jafnréttisnefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, í samstarfi við Nemendafélag ME og Femínistafélag ME, hefur í vikunni staðið fyrir jafnréttisviku í þeim tilgangi að fræða og efla umræðu um jafnréttismál innan skólans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.