Tæplega 70 metra hviða á Vatnsskarði

Snælduvitlaust verður er á Vatnsskarði eystra en þar mældist vindhviða upp á 67 m/s um klukkan ellefu í kvöld. Meðalvindstyrkur var á sama tíma 46 m/s.

Lesa meira

Íbúum leyft að fara til síns heima og vatn komið á

Íbúum sex húsa á Eskifirði sem rýmd voru í gærkvöldi vegna flóðahættu úr Grjótá var leyft að fara aftur til síns heima í morgun.Úrkomulaust hefur verið síðan í gærkvöldi og vatn sjatnað í ám og lækjum. Óvissustigi vegna krapaflóðahættu hefur verið aflýst á Austfjörðum.

Lesa meira

Varaafl ræst í Neskaupstað

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í bænum. Eftir að tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur var varaafl fyrir bæinn ræst.

Lesa meira

Vegunum lokað klukkan tíu í kvöld

Austfirskum fjallvegum verður lokað í kvöld klukkan 22:00 vegna spár um aftakaveður í nótt og fyrramálið. Búist er við að það standi fram undir hádegi á morgun.

Lesa meira

Brunnar opnaðir til að létta á lagnakerfinu

Björgunarsveitar- og bæjarstarfsmenn á Egilsstöðum hjálpuðust á öðrum tímanum í nótt að við að opna brunna til að létta á lagnakerfi bæjarins.

Lesa meira

Krapaflóð féll á Aðalból

Félagar í Björgunarsveitinni Jöklu á Jökuldal voru í kvöld að leið að Aðalbóli í Hrafnkelsdal þar sem krapaflóð féll á íbúðarhúsið seinni partinn í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.