Staða heilbrigðismála í Fjarðabyggð í brennidepli

Kritsín Björg Albertsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, situr ásamt öðrum stjórnendum HSA fyrir svörum á íbúafundi sem fram fer í Neskaupstað í kvöld.

Lesa meira

Foktjón á bifreiðum ekki bætt

Hvorki Viðlagatrygging né tryggingafélögin tryggja foktjón sem varð á bifreiðum í óveðrinu sem gekk yfir Austfirði síðasta fimmtudagsmorgun.

Lesa meira

David Tencer: Frelsið verður að ríkja frá báðum hliðum

Biskup kaþólskra á Íslandi telur umræðu um trúfrelsi á Íslandi vera farna að snúast upp í að sótt sé að trúuðum. Afleiðingarnar séu þær að menn verði hræddari við að játa trú sína og það hafi áhrif á menningu þjóðarinnar, til dæmis jólahaldið.

Lesa meira

Síldarvinnslan hugar að næsta nýja skipi

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur hafið undirbúning að endurnýjun bolfiskskipa fyrirtækisins. Eins stendur til að auka afköst landvinnslunnar verulega.

Lesa meira

Umboðsmaður Alþingis úrskurðar sauðfjárbændum á Jökuldal í vil gegn ráðuneyti

Umboðsmaður Alþingis telur að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi ekki staðið rétt að málum þegar það vísaði frá stjórnsýslukæru þeirra gegn Matvælastofnun. Stofnunin ætlaðist til að bændurnir gerðu nýja landnýtingaráætlun eftir nýjum lögum ekki væri ákvæði um endurskoðun í þeirri eldri.

Lesa meira

Leitað að myglu í kennslustofum í Fellaskóla

Sýnatökur í tveimur kennslustofum Fellaskóla benda til þess að myglusveppur sé þar til staðar. Sjáanleg mygla hefur ekki fundist en ráðist hefur verið í hreinsun og viðgerðum á kennslustofunum tveimur.

Lesa meira

Fulltrúar Viðlagatryggingar koma austur

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands taka á móti tilkynningum um tjón í óveðrunum á milli jóla og nýárs í Fjarðabyggð á morgun.

Lesa meira

Átta Austfirðingar fá listamannalaun

Sjö tónskáld og hönnuðir auk myndlistarmanns, sem ýmist búa í fjórðungnum eða eiga þar rætur, eru meðal þeirra sem hljóta listamannalaun í ár. Hæsta styrkinn af þeim fær Svavar Pétur Eysteinsson, gjarnan titlaður Prins Póló.

Lesa meira

Með nýfæddan son sinn í þyrluflug: Fæðingin var besta jólagjöfin

Litli drengurinn þeirra Jóhönnu Sigfúsdóttur og Sveins Gunnars Guðmundssonar hefur lent í fleiri ævintýrum en flestir jafnaldrar hans, en aðeins tveggja daga gamall þurfti hann að komast undir læknishendur í Reykjavík sem var erfitt vegna mikil veðurofsa. Betur fór en á horfðist og var hann greindur með bakflæði og útskrifaður á gamlársdag.

Lesa meira

Tugmilljóna tjón á austfirskum vegum í óveðrunum

Tug milljóna tjón varð á vegum á Austurlandi í óveðrunum sem gengu yfir fjórðunginn á milli jóla og nýárs. Skemmdir urðu víða, mest af völdum vatns og ágangs sjávar. Ekki er enn búið að meta skemmdirnar til fulls.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.