


Jákvæð afkomuviðvörun frá Síldarvinnslunni
Síldarvinnslan í Neskaupstað sendi í morgun frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar um að áætlaður hagnaður verði töluvert meiri en ráð var fyrir gert.
Starfsfólk Loðnuvinnslunnar duglegt að sækja námskeið
Starfsfólki Loðnuvinnslunnar standa til boða ýmis námskeið í gegnum fyrirtækið til að efla færni í vinnu og starfi. Þau hafa verið vel sótt.
Fagradal lokað
Veginum yfir Fagradal var lokað um klukkan hálf tíu í morgun og ákveðið hefur verið að bíða með snjómokstur yfir Fjarðarheiði. Reynt er að opna yfir Vatnsskarð til Borgarfjarðar.
Spenninum treyst næstu daga en vel fylgst með
Búið er að undirbúa varatengingu við dreifikerfi Landsnets ef aflspennir Rarik í tengivirkinu á Stuðlum í Reyðarfirði slær út aftur, líkt og hann gerði í gærmorgunn. Bilunin í honum er ekki talin alvarleg þótt ljóst sé að starfsemi hans sé ekki fullkomlega eðlileg.
Stytt í veðurviðvörunum
Gildistími gulrar veðurviðvörunar fyrir Austfirði hefur verið styttur verulega. Fyrirséð er þó að vegurinn yfir Fagradal verði lokaður áfram.
Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða nálgunarbann
Landsréttur staðfesti skömmu fyrir jól dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmt hafði karlmann í fjögurra mánaða nálgunarbann fyrir að hafa falsað aðganga á Facebook og notað þá til að senda fyrrum sambýliskonu sinni og börnum hennar skilaboð meðan hann sætti nálgunarbanni.
Spennir fyrir Reyðarfjörð úti
Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði frá því fyrir klukkan átta í morgun eftir að straumur fór af spenni í tengivirki á Stuðlum. Enn er unnið að nánari greiningu bilunarinnar.
Líkur á snjókomu á gamlárskvöld
Líkur eru á að um kvöldmat á gamlárskvöld byrji að snjóa á Austurlandi. Magnið verður samt ekki slíkt að það hamli brennum eða flugeldaskotum þótt eitthvað gæti dregið úr skyggni.
Rafmagn komið aftur á Reyðarfjörð
Rafmagn er komið aftur á Reyðarfjörð eftir að hægt var að koma spenni, sem bilaði í morgun, aftur af stað. Óvíst er hversu lengi hann endist en á meðan eru gerðar ráðstafanir um viðbrögð.
Viðbúið að Reyðarfjörður verði án rafmagns fram á nótt
Verið er að flytja varaafl og varahluti víða af landinu til Reyðarfjarðar eftir að aflspennir í aðveitustöðinni á Stuðlum gaf sig á áttunda tímanum í morgun. Afl kemst þar vart á fyrr að einhverju leyti fyrr en seint í dag og ekki af fullu fyrr en í fyrsta lagi í kvöld.