Stækkun Mjóeyrarhafnar langt komin án tilskilinna leyfa

Fyllt var upp í stóran hluta þess svæðis sem ætlað er undir annan áfanga Mjóeyrarhafnar án þess að tilskilin leyfi lægju fyrir. Umhverfismat framkvæmdarinnar stendur nú yfir. Bæjarstjóri segir að fyrir misskilning hafi eldra mat verið talið ná yfir eldra svæði.

Lesa meira

Þarft að ræða gjaldtöku af umferð til framtíðar

Þingmaður Framsóknarflokksins úr Norðausturkjördæmi segir þarft að ræða framtíð gjaldtöku af umferð til framtíðar þar sem fyrirséð er að eldsneytisgjöld hverfi með tíð og tíma. Íbúar í Fjarðabyggð hafa varan á sér gagnvart boðaðri gjaldtöku í jarðgöng sem ætlað er að standa undir frekari gangagerð.

Lesa meira

Til Þýskalands fyrir rúmar 20.000 krónur

Þýska flugfélagið Condor hefur hafið sölu á beinu flugi milli Egilsstaða og Frankfurt næsta sumar. Flogið verður frá 16. maí til 24. október.

Lesa meira

Beint flug milli Egilsstaða og Frankfurt á næsta ári

Þýska flugfélagið Condor mun frá maí fram í október fljúga vikulega milli Frankfurt í Þýskalandi og Egilsstaða. Aðstandendur flugsins vonast til að það gefi vísbendingu til framtíðar um möguleika millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll yfir sumarmánuðina.

Lesa meira

Skiptir ekki máli fyrir ferðamanninn hvar Íslandsferðin byrjar

Styrkja þarf innviði ferðamennsku á Austurlandi til að geta tekið vel á móti væntanlegum farþegum með beinu flugi Condor flugfélagsins milli Frankfurt og Egilsstaða næsta sumar að sögn eigenda þýskrar ferðaskrifstofu sem hefur trú á að flugið geti vel undið upp á sig.

Lesa meira

„Fengum himnasendingu í morgun“

Stjórnarformaður eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis Austurlands lýsir væntanlegu beinu flugi þýska flugfélagsins Condors milli Egilsstaða og Frankfurt næsta sumar sem stórtíðindum fyrir framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi. Löngu sé kominn tími á frekari dreifingu ferðafólks um landið sem sé forsendan fyrir áframhaldandi vexti greinarinnar.

Lesa meira

Treg makrílveiði en samfelld vinnsla

Vinnsla makríls hjá Síldarvinnslunni (SVN) í Neskaupstað hófst um síðustu mánaðarmót en hún hefur gengið vel þrátt fyrir að veiðin hafi verið treg hingað til.

Lesa meira

Töluverð aukning umferðarslysa austanlands

Alls tuttugu umferðarslys urðu á Austurlandi fyrstu sex mánuði þessa árs en það eru mun fleiri slys en orðið hafa á sama tímabili síðustu þrjú ár þegar þau voru tólf að meðaltali.

Lesa meira

Fyrsta Regnbogahátíð Austurlands á morgun

„Við gerðum þetta reyndar í fyrra en það var bara fyrir stjórnina og vini en nú förum við alla leið og vonum að sem flestir komi og taki þátt,“ segir Tara Tjörvadóttir, formaður Hinsegin Austurlands.

Lesa meira

Mikil tækifæri fólgin í beinu flugi til Frankfurt

Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir tækifæri sem enn liggi ekki í augum uppi felast í áformuðu áætlunarflugi Condor milli Egilsstaða og Frankfurt næsta sumar. Ljóst sé að Þjóðverjar og ferðaskipuleggjendur þar hafi áhuga á Austurlandi og lengd ferðatímabilsins sýni trúna sem flugfélagið hafi á leiðinni.

Lesa meira

Mikil spurn eftir flugi til Austurlands

Framkvæmdastjóri þýska flugfélagsins Condors, sem í morgun tilkynnti um vikulegt flug til Egilsstaða næsta sumar, segir félagið hafa fundið fyrir miklum áhuga á flugi til annarra áfangastaða en Keflavíkur hérlendis. Stjórnendur Isavia segja tíðindin árangur þrotlausrar vinnu.

Lesa meira

„Síldarvinnslan skoðar þá möguleika sem upp koma“

Síldarvinnslan gekk á sunnudag frá kaupum á Vísi í Grindavík, sléttum mánuði eftir að félagið keypti stóran hlut í vestfirska fiskeldisfélaginu Arctic Fish. Forstjóri fyrirtækisins segir rökrétt fyrir það að nýta tækifæri sem séu framundan í fiskeldi og bolfiskvinnslu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.