Ekki bara Austfirðingar sem óttast faraldur síðar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ótta við að bakslag komi í góðan árangur í baráttunni við útbreiðslu covid-19 veirunnar ekki bundinn við þá landshluta sem sloppið hafa best til þessa, svo sem Austurland.

Lesa meira

Norræna siglir með farþega á ný

Ríflega tuttugu farþegar eru væntanlegir með Norrænu til Seyðisfjarðar þegar hún kemur þangað í næstu viku. Ferjan er með farþega um borð í fyrsta skipti í mánuð.

Lesa meira

Smitrakningarsmáforritið skiptir máli

Ekkert covid-19 smit greindist á Austurlandi síðasta sólarhring. Austfirðingar eru minntir á að fylgja áfram leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda.

Lesa meira

Eskja og Loðnuvinnslan falla frá málssókn vegna makrílkvóta

Eskja á Eskifirði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði eru meðal fimm útgerðarfyrirtækja sem ákveðið hafa að falla frá fyrirhugaðri málssókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Ákvörðunin er tekin í ljósi heimsfaraldurs covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Áskorun að halda út til fjórða maí

Ekkert nýtt covid-19 smit greindist á Austurlandi síðasta sólarhring. Tíu dagar er nú liðnir frá því síðast greindist smit á svæðinu.

Lesa meira

Margir líta á þættina sem lið í áfallahjálp

Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Háski: Fjöllin rumska, sem fjalla um snjóflóðin í Neskaupstað 1974, hafa fengið mikil viðbrögð eftir að þættirnir voru sýndir í sjónvarpi. Öll viðtöl sem tekin voru fyrir þættina hafa verið send til varðveislu austur í Neskaupstað.

Lesa meira

Fylgjast vel með ferðum Norrænu

Sóttvarnalæknir segir yfirvöld fylgjast vel með ferðum Norrænu sem væntanleg er með farþega til Seyðisfjarðar eftir viku. Unnið er að reglum um komu erlendra ferðamanna í landið.

Lesa meira

Fjöldi farþega stóð ekki undir kostnaði við að koma vélunum í loftið

Flognar verða þrjár áætlunarferðir á viku milli Egilsstaða og Reykjavíkur næstu tvær vikur eftir að ríkið gerði samning við Air Iceland Connect til að tryggja flugsamgöngur. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir sætanýtingu 10% af því sem hún væri alla jafna á þessum árstíma. Hagkvæmara sé orðið fyrir félagið að geyma vélar sínar á jörðu niðri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.