Óska eftir vitnum að lambsdrápi

Staðfest hefur verið að lamb, sem hamurinn fannst af í Fellum í byrjun vikunnar, hafi verið skotið. Lögreglan óskar eftir vísbendingum sem aðstoðað geta við rannsóknina.

Lesa meira

Hátt í 800 farþegar í fyrstu sumarferð Norrænu

Tæplega 780 farþegar og um 400 ökutæki komu til landsins með Norrænu sem kom sína fyrstu ferð samkvæmt sumaráætlun til Seyðisfjarðar í morgun. Farþegafjöldinn með ferjunni nálgast það sem hann var áður en Covid-faraldurinn skall á.

Lesa meira

Vinna hafin við „Sterkan Stöðvarfjörð“

„Við vorum þarna í maí að kynna mér bæði bæinn og hitta fólkið og svo flyt ég sjálf með alla fjölskylduna á staðinn síðar í þessum mánuði og þá hefst starfið fyrir alvöru,“ segir Valborg Ösp Á Warén, verkefnisstjóri verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.

Lesa meira

Steypt upp í El Grillo

Landhelgisgæslan hefur lokið við að steypa upp í göt sem urðu til þess að olía lak út úr tveimur tönkum olíuskipsins El Grillo.

Lesa meira

Bílvelta á Öxi

Ökumaður slapp með minniháttar meiðsli eftir að bíll hans valt á Öxi í gær. Lögreglan á Austurlandi hefur áhyggjur af auknum hraðakstri í umdæminu.

Lesa meira

Mikill fjöldi á stofnfundi Austurlandsdeildar Norræna félagsins

„Það kom mér mjög á óvart hversu margir komu á fundinn og sýndu þessu áhuga en það var ekki eitt laust sæti í salnum,“ segir Signý Ormarsdóttir, sem haft hefur veg og vanda af því að endurvekja deild innan Norræna félagsins hér á Austurlandi.

Lesa meira

Boða þunga í viðræðum um hjúkrunarrými

Fjölgun hjúkrunarrýma er meðal þeirra atriða sem nýr meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista í Fjarðabyggð ætlar að leggja áherslu á. Stofna á Geðræktarmiðstöð til að rjúfa félagslega einangrun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.