„Ótrúlegt hvað menn leggja á sig í þessum geira“

Á þriðja tug starfsmanna frá Landsneti og undirverktökum unnu dag og nótt síðustu vikuna fyrir jól við lagfæringar á Fljótsdalslínu 4, sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð í álverið á Reyðarfirði. Verkstjóri segir að aðstæður við viðgerðina hafi verið eins slæmar og mögulegt var án þess að hætta þyrfti við verkið. Hluti hópsins hafði þá vart sofið í viku því hann vann að viðgerðum á Dalvíkurlínu.

Lesa meira

Mjóafirði úthlutað byggðakvóta á ný

Mjóifjörður hefur fengið 15 tonnum úthlutað af byggðakvóta en engum kvóta hefur verið úthlutað þangað síðustu tvö fiskveiðiár. Stöðvarfjörður fær mest austfirskra sjávarbyggða úr almennri úthlutun byggðakvóta.

Lesa meira

Helmingi fleiri farartæki í fyrstu ferð Norrænu

Helmingi fleiri farartæki komu í fyrstu ferð Norrænu þetta árið heldur en í fyrra. Ferjan kom fyrr en áætlað var til að forðast óveður. Ekki hafa enn borist tíðindi af tjóni eða óhöppum í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi.

Lesa meira

Fundi um Hálendisþjóðgarð frestað

Vegna versnandi veðurspár hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðherra um frumvarp hans um Hálendisþjóðgarð sem halda átti á Egilsstöðum annað kvöld.

Lesa meira

Nauðsynlegt að greina stöðuna eftir aðventustorminn

Þrátt fyrir að Austurland hafi sá landshluti sem slapp hvað best úr úr miklu óveðri sem gekk yfir landið fyrir sléttum mánuði þrýsta forsvarsmenn sveitarfélaga á svæðinu á um að farið verið ítarlega yfir hvað gera þurfi til að koma í veg fyrir álíka vandræði og urðu víða annars staðar um land þar sem raflínur eyðilögðust þannig jafnvel varð rafmagnslaust dögum saman.

Lesa meira

Engar marktækar fréttir um loðnu fyrr en leit hefst

Fréttir eru farnar að berast af því að loðna finnist í þroski sem veiddur hefur verið innan íslensku lögsögunnar. Samkomulag er í höfn milli Hafrannsóknastofnunar og útgerða um fjármögnun leitar en vart verður haldið af stað í loðnuleit fyrr en um miðja næstu viku.

Lesa meira

Sýnt frá útför Vilhjálms í Valaskjálf

Aðstandendur Vilhjálms Einarssonar hafa sent frá sér tilkynningu um að sýnt verði frá útför hans í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 15.

Lesa meira

Hámarkshraði lækkaður á Lagarfljótsbrúnni eftir óhapp

Hámarkshraði á brúnni yfir Lagarfljót, milli Egilsstaða og Fellabæjar, hefur verið lækkaður niður í 15 km/klst. en viðgerðir standa yfir á brúnni. Ákvörðunin var tekin eftir að bifreið rakst utan í starfsmann í morgun.

Lesa meira

Skýrir stéttskipting námsárangur frekar en búseta?

Þjóðfélagsleg staða virðist skýra betur árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum heldur en búseta þeirra samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Nemendur á landsbyggðinni, þar með talið Austurlands, hafa komið töluvert lakar út úr könnununum heldur en þeir sem búa í landsbyggðinni.

Lesa meira

Brýnt að veita strax fjármagni til loðnuleitar

Bæjarráð Fjarðabyggðar krefst þess að aukið fjármagn verði veitt til loðnuleitar. Bæjarstjórinn segir mikilvægt að efla þekkingu á tegundinni sem sé mikilvæg, ekki bara fyrir sveitarfélagið heldur þjóðarbúið allt.

Lesa meira

„Góðir leikmenn að koma upp úr yngri flokkastarfinu okkar"

14 leikmenn skrifuðu undir samninga við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) þann 22. desember síðastliðinn. Tólf skrifuðu undir samning vegna meistaraflokks karla og tvær stúlkur er spila með sameiginlegu liði KFF, Hattar og Leiknis. Níu skrifuðu undir sína fyrstu samninga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.