Orkumálinn 2024

Óhöppin gerast líka í góðu veðri

Austfirskar björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á fjórum dögum í síðustu viku vegna göngufólks sem lent hafði í villu. Brýnt er fyrir göngufólk að huga að veðurspám og útbúnaði áður en farið er af stað.

Lesa meira

Bráðkvaddur undir stýri

Eldri karlmaður varð bráðkvaddur undir stýri á Fjarðarheiði á þriðjudag. Vegfarendur sem komu að bíl hans utan vegar reyndu endurlífgun en þær tilraunir báru ekki árangur. Hann var einn á ferð.

Lesa meira

„Við höfum fengið rosalegar móttökur“

Veitingastaðurinn B̂ān Cĥāng, eða Hús fílsins, opnaði á Eskifirði fyrr í sumar og segja eigendur viðtökur hans hafa farið langt fram úr björtustu vonum.

Lesa meira

Óskilamunir helgarinnar á tískusýningu Afréttarans

„Við köllum þetta kvöld Afréttarann, en þar kemur saman starfsfólkið okkar sem hefur unnið baki brotnu um helgina, já og heimamenn sem og allir aðrir sem vilja,“ segir Kristján Geir Þorsteinsson, verti í Fjarðaborg, um árlega tískusýningu óskilamuna Bræðsluhelgarinnar sem hefur undanfarin ár verið haldin á sunnudagskvöldi eftir Bræðslu.

Lesa meira

Göngukonan fundin

Göngukona sem leitað hafði verið að í sunnan verðum Seyðisfirði frá því um klukkan átta í kvöld fannst um klukkan hálf tólf í kvöld. Hún var þokkalega á sig komin og treysti sér til að labba með leitarfólki til byggða.

Lesa meira

Spurði hvort holan næði alla leið

Vegurinn til Borgarfjarðar er óvenju slæmur og lítið hægt að laga hann fyrr en þornar. Oddvitinn segir að ekkert nema bundið slitlag lagi veginn til frambúðar.

Lesa meira

Gönguhópurinn kominn fram

Göngurhópur á leið til Borgarfjarðar, sem björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið að grennslast fyrir um vegna þoku og leiðnda veðurs á svæðinu, kom fram á eðlilegum stað miðað við gönguleiðina sem hann var á.

Lesa meira

Gjaldfrjáls námsgögn í Fjarðabyggð

Námsgögn í grunnskólum Fjarðabyggðar verða gjaldfrjáls frá og með nýju skólaári. Reiknað er með að kostnaður sveitarfélagsins nemi 3-4 milljónum króna á ári.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.