Óskiljanlegt ef Íslendingar læra ekki af reynslu annarra í laxeldi

Formaður Veiðifélags Breiðdalsár vill að allt fiskeldi við strendur Íslands verði í lokuðum kvíum. Ekki sé hægt að halda áfram eldi nema komið verði í veg fyrir að eldislax geti blandast við villtan lax. Læra verði af biturri reynslu annarra ríkja.

Lesa meira

„Dúknum hefur alltaf fylgt mikill leyndardómur“

„Þetta er stór viðburður og ekki á hverjum degi sem Þjóðminjasafnið sendir gripi til sýningar út á land, hvað þá svona gamlan og merkilegan,“ segir Berghildur Fanney Hauksdóttir, safnastjóri á Bustarfelli.

Lesa meira

Bíða svara um bætur vegna vatnstjóns

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur óskað eftir stuðningi frá íslenska ríkinu vegna tjóns sem varð eftir miklar rigningar í lok júní. Skoðað er hvort hægt verði að bæta ofanflóðavarnir til framtíðar um leið og hreinsað verður eftir flóðin.

Lesa meira

Reglur um vaktstöðu í brú ítrekaðar eftir strand Akrafells

Forstjóri Samskipa segir að hafi farið verið yfir öryggisreglur á skipum félagsins eftir að Akrafellið strandaði í mynni Reyðarfjarðar fyrir tæpum þremur árum. Sofandi stýrimaður var talin vera aðalástæðan fyrir strandinu.

Lesa meira

Of fáir á vakt í brúnni þegar Akrafellið strandaði

Fleiri en einn hefðu átt að vera á vakt í brú flutningaskipsins Akrafells þegar það strandaði við Vattarnes, yst í Reyðarfirði, haustið 2014. Viðvörunarkerfi í brúnni voru heldur ekki í gangi. Aðalorsökin er samt að stýrimaður sofnaði á vakt.

Lesa meira

Breiðdalsá í mestri hættu af strokulaxi úr eldi

Lagst er gegn fiskeldi í Stöðvarfirði vegna hættu á blöndunar eldislax þaðan við villtan lax í Breiðdalsá í nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Á sömu forsendu er lagt til að eldi með frjóum fiski í Berufirði verði takmarkað við sex þúsund tonn.

Lesa meira

Fresta afgreiðslu um nýtingu æðarvarps

Afgreiðslu á nýtingarrétti æðarvarps á jörðinni Búlandsborgum í Norðfirði á var frestað á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þar sem bæjarfulltrúarnir tveir sem sátu þá á fundinum voru ósammála. Fulltrúi Fjarðalistans telur ágalla hafa verið á auglýsingunni.

Lesa meira

Kosið verður um prest í Hofsprestakalli

Biskupsstofa hefur staðfest að almenn prestskosning verði um nýjan sóknarprest í Hofsprestakalli sem nær yfir Hofs-, Skeggjastaða- og Vopnafjarðarsóknir. Ekki hefur er enn ljóst hvenær verður kosið en nýr prestur á að taka við um miðjan október.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.