Tekjur Austfirðinga 2017: Vopnafjörður

Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Listarnir byggjast á álagningarseðlum ríkisskattstjóra. Þeir eru birtir með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og prentvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.

Lesa meira

Starfsfólk Kleinunnar heyrði ekki í brunakerfinu

Starfsmenn í Miðvangi 2-4 á Egilsstöðum, þar sem eldur kom upp í gær, heyrðu margir hverjir ekki í brunakerfinu. Slökkvistjóri segir að athugasemdir hafi verið gerðar við að brunakerfi hússins séu ekki samtengd en ekkert sé ólöglegt við það.

Lesa meira

Eldur í Kleinunni: Stóð tæpt að færi miklu, miklu verr

Enginn teljandi meiðsli urðu á fólki þegar eldur kom upp í loftræstistokki út frá veitingastaðnum Salti í Miðvangi 2-4, svonefndri Kleinu á Egilsstöðum, um hálf ellefu í morgun. Slökkvistjóri segir erfitt hafa verið að ráða við eldinn.

Lesa meira

Tekjur Austfirðinga 2017: Seyðisfjörður

Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Listarnir byggjast á álagningarseðlum ríkisskattstjóra. Þeir eru birtir með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og prentvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.

Lesa meira

Ein líkamsárás kærð til lögreglu eftir Eistnaflug

Talsverður erill var hjá lögreglu seinni part aðfaranætur sunnudags í Neskaupstað þar sem tónlistarhátíðin Eistnaflug fór fram. Lögregla telur samt hátíðina hafa verið rólega þrátt fyrir mikla ölvun.

Lesa meira

Lúpínan ógnar öðrum vistkerfum

„Við vonumst til þess að geta hamlað útbreiðslu jurtarinnar og hindrað að hún nemi land á nýjum svæðum og þá helst í friðlöndunum okkar, Fólkvangi Neskaupstaðar og í Hólmanesinu,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar um átak gegn lúpínu sem hafið er í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Tekjur Austfirðinga 2017: Djúpavogshreppur

Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Listarnir byggjast á álagningarseðlum ríkisskattstjóra. Þeir eru birtir með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og prentvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.

Lesa meira

Salt opið á ný tveimur dögum eftir brunann

Veitingastaðurinn Salt á Egilsstöðum, sem skemmdist í eldi á miðvikudagsmorgun, opnaði á ný í morgun tæpum tveimur sólarhringum eftir brunann. Framkvæmdastjórinn er þakklátur iðnaðarmönnum, starfsfólki og samfélaginu fyrir aðstoðina síðustu daga.

Lesa meira

Veik byggðalína rótin að rafmagnstjóni

Spennuhækkun sem olli miklu tjóni á rafmagnstækjum á Austurlandi og straumleysi hefur verið rakin til veikrar byggðalínu sem var ekki í stakk búin þegar sveiflur urðu í kerfinu. Bilanir innan svæðis juku á vandræðin.

Lesa meira

Ungt fólk verður að geta leitað sér hjálpar á heimaslóðum

Nauðsynlegt er að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi þannig að ung fólk finni að það geti leitað sér hjálpar á heimaslóðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktunum frá ungmennaþingi sem haldið var nýverið á Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.