Dómsmál um dælingu fellt niður

Vopnafjarðarhreppur og Veiðifélag Selár hafa gert samkomulag um greiðslur fyrir heitt vatn í hús veiðifélagsins við Selá. Þar með er fallið frá dómsmáli sem höfðað hafði verið vegna deilna um greiðslur fyrir vatnið.

Lesa meira

Kirkjan í Loðmundarfirði skemmd

Útihurðin á Klyppsstaðakirkju í Loðmundarfirði var brotin upp og stórskemmd í síðustu viku. Lögreglan á Austurlandi óskar eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu.

Lesa meira

„Sauðfjárbændur sjá ekki fyrir sér framtíðina í unaðsljóma“

„Almennt heyrist mér bændur vera uggandi um sinn hag. Þeir sjá ekki fyrir sér framtíðina í unaðsljóma. Þeir vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi sinn búskap“, segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdal varðandi horfur í sauðfjárrækt og stöðu sauðfjárbænda.

Lesa meira

Helgin; „Bongó er á ferð um landið“

„Bongó er á ferð um landið og vildu koma til okkar og halda tónleika. Mynstrið er að breytast og fólk virðist glaðara með góða tónleika en gömlu dansleikina. Ég vona að það verði ekki breyting hér á og að fólk notfæri sér það að þessir tónlistarmenn komi til okkar,“ segir Guðrún Smáradóttir, um tónleika Tómasar R. sem haldnir verða í Egilsbúð laugardaginn 16. September.

Lesa meira

Ökumaður sektaður fyrir að aka um með farþega á pallbíl

Lögreglan á Austurlandi sektaði níu ökumenn fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Ökumaður var sektaður fyrir að hafa farþega á palli bifreiðar, viku eftir að slíkur farþegi slapp lítið slasaður úr óhappi.

Lesa meira

Búið að þrífa krotið af Egilsbúð

Málarar náðu í dag að þrífa veggjakrot af félagsheimilinu Egilsbúð sem krotað var á húsið aðfaranótt þriðjudags. Ekki er ljóst hverjir voru að verki en spjöllin hafa verið kærð til lögreglu.

Lesa meira

Ungum hælisleitanda vísað úr landi

Öðrum þeirra tveggja pilta sem komu til landsins með Norrænu fyrir ári og óskuðu eftir hæli hefur verið vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála fellst ekki á að pilturinn sé á barnsaldri þrátt fyrir að ágreiningur sé um niðurstöður aldursgreiningar.

Lesa meira

Gránar í fjöll eystra

Gránað hefur í fjöll á Austurlandi eftir hádegi í dag eins og meðfylgjandi myndir af Gagnheiði sýna. Austfirðingar þurfa samt ekki óttast að sumrinu sé með öllu lokið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.