Orkumálinn 2024

Fálkinn er floginn heim

„Við höfðum bara tvo daga til að bregðast við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Djúpavogshreppur festi nýverið kaup á útskorum fálka eftir myndhöggvarann Ríkarð Jónsson, sem seldur var á uppboði hjá Chiswick-uppboðshúsinu í London í byrjun febrúar.

Lesa meira

„Þetta er voðalega leiðinlegt“

„Nei, það veit enginn hvað gerðist, við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Friðrik Árnason, eigandi eikarbátsins Sögu SU 606, sem sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt sunnudags.

Lesa meira

Samningur undirritaður um móttöku flóttafólks

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, undirrituðu í gær samning um móttöku fjögurra flóttafjölskyldna frá Írak. Samningurinn felur í sér verkskiptingu milli ríkis og sveitarfélags.

Lesa meira

Engin slys á fólki í óhappi á Fagradal

Engin slys urðu á fólki en jeppabifreið skemmdist töluvert í árekstri á Fagradal í gærkvöldi. Ekki voru fleiri beiðnir um aðstoð þótt veðrið væri vont í gærkvöldi og frameftir nóttu.

Lesa meira

Tveir af þremur fulltrúum Fjarðalistans hætta

Tveir af þremur bæjarfulltrúum Fjarðalistans hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Uppstillinganefnd mun raða upp á listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Lesa meira

Efla skipaflotann fyrir siglingar til Reyðarfjarðar

Hollenska skipafélagið Cargow, sem reglulega siglir til Reyðarfjarðar samkvæmt samningum við Alcoa, hefur tekið ákveðið að endurnýja skipakost sinn með fjórum nýjum flutningaskipum. 

Lesa meira

Vonast eftir að fá verslun fyrir vorið

Íbúar og velunnarar á Borgarfirði eystra telja algjört forgangsatriði að koma dagvöruverslun í þorpinu sem fyrst á laggirnar á ný. Húsnæðis- og samgöngumál eru þeim einnig ofarlega í huga.

Lesa meira

Íbúaþing á Borgarfirði um helgina

Verkefninu Brothættar byggðir verður hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystra um helgina með íbúaþingi. Þingið er ætlað að vera veganestið fyrir verkefnið sem stendur í allt að fjögur ár.

Lesa meira

Keyrði á hæðarslá við Fáskrúðsfjarðargöng

Tíu umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi undanfarnar tvær vikur og hefur hálkan reynst ökumönnum erfið. Einn var kærður fyrir að aka með of háan farm um Fáskrúðsfjarðargöng.

Lesa meira

„Friðrik bauð best“

„Þetta er skemmtilegur íslenskur siður, við fáum aldrei tertu þegar við löndum í Noregi,” sögðu skipstjórnendurnir á fjölveiðiskipinu Østerbris, þegar þeir lönduðu fyrsta kolmunnaafla landsins í ár á Fáskrúðsfirði í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.