Ratcliffe kaupir jarðir í Vopnafirði og olíulindir í Norðursjó

Breski auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur styrkt eignarhald sitt á jarðnæði í Vopnafirði með kaupum á meirihluta hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng. Á sama tíma á fyrirtæki hans, Ineos, í viðræðum um kaup á olíu- og gaslindum í Norðursjó.

Lesa meira

Tekur 40 ár að fullklára stórskipahöfn í Finnafirði

Gengið verður frá samkomulagi um stofnun tveggja hlutafélaga sem gegna lykilhlutverki við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði fyrir árslok. Talsmenn þýska fyrirtækisins Bremenports segja um langtímaverkefni með víðtækri uppbyggingu að ræða.

Lesa meira

Vildu skora á staðalímynd áhrifavaldsins

Austfirsku frumkvöðlarnir Ásbjörn Þorsteinsson frá Eskifirði og Auðun Bragi Kjartansson frá Egilsstöðum halda úti síðunni WHO CAN SEE YOU, sem bæði er hönnunarmerki og stökkpallur fyrir áhugasama út í heim samfélagsmiðla.

Lesa meira

„Fólk þarf alls ekki að hræðast sameiningar“

Rauðakrossdeildin á Vopnafirði hefur nú sameinast við deildina Héraði og Borgarfirði eystra og ber nýja deildin nafnið Rauði krossinn í Múlasýslu. Formaður deildarinnar á Vopnafirði segir sameininguna efla báðar deildir.

Lesa meira

Sveitarstjórn sagði nei við frekari efnistöku

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur meinað Vegagerðinni að taka frekara efni úr Svartagilslæk í Berufirði. Jafnframt skoði Skipulagsstofnun áhrif efnistökunnar.

Lesa meira

27 á lista framúrskarandi fyrirtækja

27 fyrirtæki af Austurlandi eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en listinn var kynntur í vikunni. Fimm nýliðar eru í hópnum.

Lesa meira

Skattur sem kemur verst niður á fyrirtækjum í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því að til standi að hækka veiðigjöld á uppsjávarstofna, umfram aðra, um tíu prósent. Bæjarfulltrúi segir þá gjaldtöku sem boðuð er ekki standa undir sér til lengri tíma litið.

Lesa meira

Stjórn veiða á sæbjúgum í klessu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að herða reglur um veiðar á sæbjúgum. Stór hluti þeirra er veiddur út fyrir Austfjörðum. Skipstjóri segir þar hafa verið stundaðar ólympískar veiðar í haust.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.