Orkumálinn 2024

Snjóruðningsbíllinn fastur á Fjarðarheiði

Snjómoksturstæki urðu frá að hverfa á Fjarðarheiði í morgun vegna veðurs. Straumur var yfir heiðina þegar loks tókst að opna hana stuttlega í gærkvöldi. Aðrar helstu leiðir á Austurlandi en austurhluti Jökuldals eru orðnar færar þótt aðstæður séu víða erfiðar.

Lesa meira

Bjóða Vopnfirðingum að sækja sér mjólk

Félagsbúið Engihlíð í Vopnafirði hefur boðið Vopnfirðingum að koma og sækja sér mjólk. Ekki hefur verið sótt mjólk þangað frá því fyrir helgi vegna ófærðar.

Lesa meira

Stöðfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn sitt framyfir páska

Niðurstöður síðustu sýnatöku úr neysluvatni á Stöðvarfirði sýnir að það er enn mengað og upp á vantar að vatnið standist lágmarkskröfur miðað við reglugerð þar að lútandi. Það merkir að Stöðfirðingar ættu til öryggis að sjóða allt sitt neysluvatn meðan svo er.

Lesa meira

Geldur varhug við borgarstefnu stjórnvalda

Nýkynnt fyrstu drög að borgarstefnu stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér að Akureyri verði að formlegri borg auk Reykjavíkur, eru til þess fallin að draga enn meira úr vægi annarra landshluta eins og Austurlands að mati sveitarstjórnarmanns hjá Múlaþingi.

Lesa meira

Vonast til að opna Möðrudalsöræfi um hádegið

Öll moksturstæki Vegagerðarinnar á Austurlandi voru komin af stað klukkan níu í morgun. Vonast er til að Möðrudalsöræfi verði orðin fær um hádegið. Ekki er byrjað að moka Fjarðarheiði og ekki útlit fyrir að hún opnist fyrr en seint í dag, takist það á annað borð.

Lesa meira

Viðbúið að lokað verði til Seyðisfjarðar fram á mánudag

Aðstæður á Fjarðarheiði voru taldar þannig í dag að ekki væri hægt að opna veginn þar yfir og hæpið er að það verði hægt að gera á morgun. Reynt var að opna Möðrudalsöræfi í morgun. Það tókst ekki og ekki verið reynt aftur fyrr en í fyrsta lagi á mánudag.

Lesa meira

Mannleg mistök ollu rafmagnsleysi í Seyðisfirði

Upp úr klukkan ellefu í morgun urðu mannleg mistök til þess að rafmagn fór af Seyðisfirði öllum. Svæðisvakt RARIK hefur nú þegar ráðið bót á og er rafmagn aftur komið á á öllum stöðum.

Lesa meira

Illfært á Egilsstöðum

Ökumenn lentu í vanda innanbæjar á Egilsstöðum í bylnum í dag. Ófært er um fjallvegi og um ströndina milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Lögreglan hefur hvatt íbúa til að halda sig heima þar til veðrið er gengið niður.

Lesa meira

Orsakir strands tankskips í Fáskrúðsfirði ókunnar

Alls óljóst er hvers vegna tankskipið Key Bora tók skyndilega 90 til 100 gráðu beygju í átt að landi og strandaði tímabundið í fjörunni eftir að hafa lagt úr höfn í Fáskrúðsfirði örskömmu áður. Skipið náðist að losa fyrir eigin vélarafli á innan við klukkustund.

Lesa meira

Ár frá því snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað

Það var snemma morguns fyrir sléttu ári síðan, þann 27. mars 2023, sem snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað með þeim afleiðingum að töluverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, bílum og búnaði ýmsum. Þótti mildi hin mesta að engin alvarleg slys urðu á fólki þó um tugur manna hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna minniháttar meiðsla.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.