Rafmagnslaust á Mjóeyrarhöfn

Viðbúið er að rafmagnslaust verði í Mjóeyrarhöfn fram að kvöldmat eftir að háspennustrengur skemmdist þegar grafið var í hann.

Lesa meira

Einstaklega vel varðveittar textílleifar frá Seyðisfirði

Leifar af textíl, sem fundist hafa við fornleifauppgröftinn á Seyðisfirði, hafa vakið athygli erlendra sérfræðinga fyrir hversu vel varðveittar þær eru. Leirker sem komu í ljós eru einnig langþráð viðbót við flóru íslenskra fornleifa.

Lesa meira

Eydís á Alþingi

Eydís Ásbjörnsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, tók í síðustu viku sæti sem varaþingmaður á Alþingi í fjarveru Loga Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Lesa meira

Flóð í Lagarfljóti – Myndir

Vatnsyfirborð Lagarfljóts hefur farið lækkandi í dag eftir að hafa náð hámarki um klukkan níu í gærkvöldi. Hálfan metra vantaði upp á að það næði upp á braut Egilsstaðaflugvallar.

Lesa meira

Vindmyllur auka kröfur á flutningskerfi raforku

Efla þarf flutningskerfi Landsnets til að bregðast við sveiflum í flutningskerfinu ef raforka verður framleidd með vindorku hérlendis. Styrkja þarf byggðalínuna á Austurlandi sem annars staðar en uppistaðan í henni er 50 ára í ár.

Lesa meira

Smávægileg hreyfing á hryggnum við Búðará

Nokkurra millimetra hreyfing hefur greinst á jarðvegshrygg utan við Búðará á Seyðisfirði undanfarinn sólarhring. Öruggt er þó talið að sprengja vegna snjóflóðavarnagarða þar í dag. Vatnsyfirborð Lagarfljóts hefur lækkað mikið.

Lesa meira

Fjarðabyggð gerir samstarfssamning við Samtökin '78

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, um fræðslu til handa starfsfólki sveitarfélagsins næstu þrjú árin.

Lesa meira

Fleiri spurningar en svör á vindorkufundi í Fljótsdal

Það var þéttsetið á öðrum íbúafundinum vegna hugmynda um byggingu vindorkugarðs í sveitarfélaginu Fljótsdal í gærkvöldi en þar voru fyrir svörum forsvarsmenn verkefnisins, Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), landeigendur sem sýnt hafa áhuga að taka þátt, forsvarsmenn sveitarfélagsins auk þess sem skipulagsfræðingur fór yfir stjórntæki sveitarfélaga miðað við núgildandi rammaáætlun í orkumálum.

Lesa meira

Úr þremur vörum í sjö á ári

Matvælafyrirtækið LeFever sauce á Djúpavogi hefur síðastliðið ár aukið vöruúrval sitt úr þremur sósum í fimm sósur, sinnep og pikklað chili. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í að byggja upp menningu í kringum sterkar sósur hérlendis.

Lesa meira

Tveir íbúafundir í dag

Tveir íbúafundir verða haldnir á Austurlandi í dag. Annars vegar í Fljótsdal um vindorku, hins vegar á Eskifirði um ástand íþróttahússins.

Lesa meira

Fleiri smáspýjur sjáanlegar undir Bjólfi

Greina má fleiri örskriður í hlíðinni í norðanverðum Seyðisfirði en þær tvær sem fundust í gær, ef vel er að gáð. Þær eru þó víðsfjarri því að ná niður í byggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.