Áminning um árvekni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur stofnanir og fyrirtæki til að halda áfram árvekni og skipulagi sem komið hafi verið á til varna gegn Covid-19 veirunni. Tveggja metra reglan muni vara áfram næstu vikur.

Lesa meira

Vandratað milli þess að gleðjast yfir góðri stöðu og sofna ekki á verðinum

Öllum þeim átta Austfirðingum, sem til þessa hafa smitast af Covid-19 veirunni, er batnað. Umdæmislæknir sóttvarna segir þó nauðsynlegt að íbúar haldi áfram vöku sinni og fylgi fyrirmælum því staðan geti breyst hratt. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvers vegna Austurland hafi sloppið betur en aðrir landshlutar frá faraldrinum til þessa.

Lesa meira

„Svona ástand krefur þig um að hugsa í lausnum eða drepast“

Að færa veitingavagninn Fjallkonuna var svar aðstandenda Hótel Hildibrands í Neskaupstað við því breyttum veitingamarkaði á tímum covid-19 veirunnar. Þeir segjast treysta á viðskipti heimamanna í sumar sem virðast vera komnir á bragðið af lambakebabi.

Lesa meira

Tvær vikur frá síðasta smiti

Í dag eru sléttar tvær vikur frá því síðast greindist covid-19 smit á Austurlandi. Af þeim átta sem alls hafa greinst á svæðinu er einn einstaklingur enn með virkt smit og því í einangrun.

Lesa meira

Janus farinn frá Reyðarfirði

Uppsjávarveiðiskipið Janus, áður Börkur NK, er farið úr höfninni á Reyðarfirði þar sem það hefur verið í tæp tvö ár. Búið er að selja skipið til Mexíkó.

Lesa meira

Steypa þarf yfir olíuleka úr El Grillo áður en sjórinn hlýnar

Umhverfisráðherra hefur tryggt tæpar 40 milljónir króna þannig að hægt verði að stöðva olíuleka úr breska olíuskipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Bæjarstjóri segir hreinskipta umræðu um lekann síðasta sumar hafa verið stuðandi en nauðsynlega. Töluverð olía er enn í tönkum skipsins.

Lesa meira

Ítreka takmarkanir á notkun íþróttasvæða

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa í fjórðungnum til að virða tilmæli um takmörkun á íþróttavöllum sem í gildi eru til að hindra útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Aðeins einn eftir með virkt smit

Aðeins einn einstaklingur er enn í einangrun á Austurlandi vegna covid-19 smits. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum frá 9. apríl.

Lesa meira

Flugferðum verður fjölgað á ný

Til stendur að fjölga flugferðum milli Reykjavíkur og Egilsstaða um leið og byrjað verður að aflétta takmörkunum samkomubanns. Slíkt mun auka almennt öryggi Austfirðinga en getur þó líka aukið smithættu.

Lesa meira

Öllum átta batnað

Allir þeir átta Austfirðingar, sem smitast hafa af covid-19 veirunni, hafa nú náð bata. Ekkert virkt smit er því í fjórðungnum.

Lesa meira

Hvalreki á Héraðssandi

Fimmtán metra langan búrhvalstarf rak á land skammt frá ósi Fögruhlíðarár á Héraðssandi í síðustu viku. Hvalasérfræðingar eru áhyggjufullir yfir vaxandi fjölda hvalreka á norðurslóðum.

Lesa meira

Austfirskir hátíðahaldarar skoða sumarið

Forsvarsmenn Bræðslunnar stefna ótrauðir á að halda hátíðina í sumar, þótt ekki sé útséð um reglur um samkomur. Engin ákvörðun liggur enn fyrir um LungA eða Eistnaflug.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.