Aldrei fleiri Austfirðingar á Mannamótum

Yfir 30 austfirskir ferðaþjónustuaðilar kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni Mannamótum sem haldin er í Kórnum í Kópavogi í dag. Verkefnisstjóri segir hug í Austfirðingum eftir gott ár.

Lesa meira

Snjóflóðin áminning um að hraða verði vinnu við varnarmannvirki

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir ánægjulegt að sjá hversu vel snjóflóðavarnamannvirki hafi reynst þegar tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í gærkvöldi. Á sama tíma séu þau áminning um að ekki verið haldið aftur af fjármagni úr Ofanflóðasjóði og sem fyrst lokið við að verja hættusvæði um allt land.

Lesa meira

Þjóðgarðsfundi frestað á ný vegna bilaðrar flugvélar

Kynningarfundi umhverfis- og auðlindaráðherra um fyrirhugaðan Hálendisþjóðgarð, sem halda átti á Egilsstöðum í kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Bilun í vél Air Iceland Connect veldur því að ráðherrann kemst ekki á staðinn.

Lesa meira

Gul viðvörun á Austurlandi í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur sett á gula viðvörun fyrir Austurland en hún tekur gildi í kvöld. Búast má við að fjallvegir verða illfæri og truflunum á samgöngum í kvöld þegar þjónusta hættir. Einnig er varað við því að það gæti orðið nærri stórrstreymt vegna lágs loftþrýstings. 

Lesa meira

Vitað um loðnu á ferðinni en spurning um magnið

Þrjú veiðiskip sem í gær hófu leit að loðnu hafa ekki enn fundið neitt. Leiðangursstjóri segir að reglulega berist fréttir af loðnu á ferðinni en ekkert sé vitað um magnið, sem skiptir öllu máli. Lítil bjartsýni ríkir fyrir loðnuveiðar ársins þar sem væntanlegur veiðistofn hefur mælst lítill í fyrri rannsóknum.

Lesa meira

Innan við 1% fjár Tækniþróunarsjóðs til Austurlands

Minna en 1% þess fjár sem stærsti einn stærsti nýsköpunarsjóður landsins, Tækniþróunarsjóður, úthlutar á hverju ári rennur til Austurlands. Austfirðingar virðast sækja minna fé til nýsköpunar en aðrir.

Lesa meira

Opinn fundur um Hálendisþjóðgarð í kvöld

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er væntanlegur austur í Egilsstaði í kvöld til að halda kynningarfund um frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur lýst áhyggjum yfir að með garðinum verði þrengt að skipulagsvaldi sveitarfélaga og íbúa þeirra.

Lesa meira

VA þarf að keppa aftur gegn MÍ

RÚV hefur ákveðið að viðureign Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði í annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur verði endurtekin vegna tæknilegra mistaka. VA hafði betur er liðin mættust í gærkvöldi og taldi sig hafa tryggt sér sæti í sjónvarpshluta keppninnar.

Lesa meira

Eldur í ruslatunnum í Neskaupstað

Snarræði slökkviliðsmanna varð til þess að eldur sem kom upp í tveimur ruslatunnum sem stóðu við verslunarhúsnæði í miðbæ Neskaupstaðar náði ekki að læsa sig í húsið. Þar virðast aðeins hafa orðið minniháttar skemmdir.

Lesa meira

Sex sóttu um starf lögreglustjóra

Sex umsóknir bárust um starf lögreglustjórans á Austurlandi en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Nýr lögreglustjóri verður skipaður frá og með 1. mars.

Lesa meira

Tvær þotur komu til Egilsstaða í stað Keflavíkur

Þotur frá Wizz Air og Icelandair lentu á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi þar sem lokað var hægt að lenda í Keflavík. Farþegar Icelandair vélarinnar gistu eystra í nótt. Annasamt hefur verið á flugvellinum undanfarinn sólarhring.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.