Fara yfir öryggismál á skíðasvæðum eftir snjóflóð um síðustu helgi

Almannavarnir á Austurlandi, í samstarfi við sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing, hefur sett í forgang að fara yfir öryggismál á skíðasvæðunum. Þrettán ára drengur bjargaðist úr snjóflóði sem féll nærri skíðasvæðinu í Stafdal síðasta laugardag. Sama dag féllu tvö flóð nærri Oddsskarði. Flóðin fóru af stað undan skíðafólki á ferð.

Lesa meira

Kynslóðaskipti í River

Nýir eigendur tóku við tísku- og íþróttavöruversluninni River á Egilsstöðum um mánðamótin þegar María Lena Heiðarsdóttir Olsen og Hannes Örn Ívarsson tóku við rekstrinum af foreldrum Maríu Lenu. Þau byrjuðu með sólbaðsstofu fyrir rúmum 20 árum.

Lesa meira

Formlegar meirihlutaviðræður í Fjarðabyggð hefjast síðar í vikunni

Óformlegar meirihlutaviðræður hafa staðið yfir alla helgina milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og Sjálfstæðisflokks og Fjarðalistans hins vegar. Þær viðræður standa enn yfir en miklar líkur á að formlegar viðræður hefjist síðar í vikunni.

Lesa meira

Flýting grásleppuveiða ekki endilega jákvæð fyrir Austurland

Ákvörðun Matvælaráðuneytisins að leyfa grásleppuveiðar frá 1. mars, tæpum þremur vikum fyrr en upphaflega stóð til, kemur sér ekki endilega vel fyrir austfirska smábátaeigendur. Upphaflega stóð til að veiðar hæfust 20. mars en seint í febrúar var tilkynnt að þeim yrði flýtt.

Lesa meira

Sjaldæft að sjá þrumur og eldingar á þessum árstíma

Íbúar á bæði Egilsstöðum og Seyðisfirði urðu varir við þrumur og eldingar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Veðurfræðingur segir slík veðurfyrirbrigði sjaldgæf á þessum árstíma en sérstök skilyrði hafi myndast í gærkvöldi.

Lesa meira

Óánægja eftir að N1 á Egilsstöðum hætti með rétt dagsins

Töluvert hefur borið á óánægjuröddum á Egilsstöðum vegna þeirrar ákvörðunar forsvarsmanna söluskála N1 á staðnum að hætta að bjóða upp á heimilismat í hádeginu. Ástæða þess þó einföld; salan hefur hrapað.

Lesa meira

Góðar gjafir gjörbreyta aðstöðu heilsugæslunnar á Vopnafirði

Aðstandendur allra fyrsta hjúkrunarfræðingsins sem starfaði á heilsugæslustöð Vopnafjarðar komu færandi hendi nýverið og gáfu heilsugæslunni á staðnum bæði fjölnota upplýsingaskjá og sérstakan rafdrifinn stól. Stóllinn sérstaklega mun gjörbreyta vinnuaðstöðu heilsugæslunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.