Sameiningarmál: Skuldir tvöfaldast á hvern íbúa utan Héraðs

Skuldir aukast á hvern íbúa í Seyðisfjarðarkaupstað, Borgarfjarðarhreppi og Djúpavogshreppi verði af sameiningu þeirra við Fljótsdalshérað í lok mánaðarins. Á sama tíma á að aukast svigrúm til framkvæmda á stöðunum sem haldið hefur verið aftur af. Fjármál sameinaðs sveitarfélags, almenningssamgöngur og þjónusta við íbúa var meðal þess sem tekið var fyrir á íbúafundi um sameininguna á Djúpavogi í gærkvöldi.

Lesa meira

Ingibjörg í framboð til ritara VG

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til ritara Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins eftir rúma viku.

Lesa meira

Sameiningarmál: Liggur fyrir að fólk mun ekki missa vinnuna

Sameining Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps gengur ekki út á stórkostlega hagræðingu heldur betri nýtingu á fólki að sögn talsmanna samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Hafnarmál, vald heimamanna og ýmsar framkvæmdir voru meðal þess sem rætt var um á íbúafundi á Seyðisfirði í aðdraganda sameiningarkosninga.

Lesa meira

Dagskrá í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum

Geðhjálp Austurlandi í samvinnu við Ásheima, mann- og geðræktarmiðstöð, stendur fyrir dagskrá í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.

Lesa meira

Tóku málin í sínar hendur austur í rassgati

Pönk og rokktónleikahátíðin Orientu Im Culus eða Austur í Rassgati verður haldin í annað sinn í Egilsbúð þann 19. október 2019. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum og tónleikahaldarar lofa miklu stuði og pönki.

Lesa meira

SÚN byggir útsýnispall við Norðfjarðarvita

Á dögunum samþykkti Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað að hefja framkvæmdir við útsýnispall við Norðfjarðarvita. Fyrirverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Páll Björgvin Guðmundsson fékk hugmyndina eftir að hann áttaði sig á möguleikum svæðisins.

Lesa meira

Egilsbúð verður að alvöru félagsheimili

Í dag fer fram uppboð á rúmum og skápum í Egilsbúið. Verið er að rýma út úr gömlu hótelherbergjunum svo hægt verði að skapa ný rými sem nota á í félagsstarf. 

Lesa meira

Hækkandi fasteignamat eykur útgjöld íbúa

Fasteignamat í fjórum byggðarlögum á Austurlandi hækkar um 13-18% á milli ára. Hækkunin á tveggja ára tímabili nemur 20-30%. Í kjölfarið hækka fasteignagjöld. Nokkur umræða hefur verið í austfirskum sveitarstjórnum vegna hækkandi gjalda.

Lesa meira

Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku konu á fertugsaldri í 30 daga fangelsi fyrir að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan á að baki langan brotaferil.

Lesa meira

Samstarfsnefndin strax fengið aukinn aðgang að þingmönnum

Talsmenn þeirra fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem standa nú í sameiningarviðræðum segja strax vera farið að sjást að sameinað sveitarfélag muni hafa aukinn slagkraft til að tryggja framgang hagsmunamála fremur en hvert sveitarfélaganna fyrir sig í dag. Háskólamenntun, fasteignagjöld og umhverfi ungs fólks í nýju sveitarfélagi var meðal þess sem rætt var um á fjölsóttum íbúafundi um mögulega sameiningu á Egilsstöðum í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar