


Síldarvinnslan hættir bolfiskvinnslu á Seyðisfirði
Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Ríflega 30 starfsmenn eru þar. Hluta þeirra verður boðin vinna á öðrum starfsstöðvum. Skipverjar á togaranum Gullveri halda vinnunni en munu landa víðar en á Seyðisfirði. Fiskimjölsverksmiðjan verður rekin áfram.

Ljósafellið komið heim úr 50 ára afmælisslipp
Ljósafell, togari Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, kom til heimahafnar í dag eftir að hafa verið í slipp í Færeyjum síðan í lok ágúst.
Auka snjóflóðavöktun í Neskaupstað
Snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands hefur fjölgað mælitækjum í hlíðunum fyrir ofan Neskaupstað í því skyni að fá enn gleggri mynd af snjóalögum og hitastigi í framtíðinni.

Leita leiða til að bæta almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Fimm manna starfshópur skal næstu vikur leita leiða til að bæta leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð en núverandi samningur um aksturinn rennur út um áramótin.

Íhuga varmadæluvæðingu kaldra svæða í Múlaþingi
Stjórn HEF (áður Hitaveita Egilsstaða og Fella) fer nú yfir hvort fýsilegt eða mögulegt sé að varmadæluvæða köld svæði innan Múlaþings með skipulegum hætti.

Engin óhöpp í umferðinni í gær
Þrátt fyrir að snjóað hafi á heiðum og þar með einhverjum fjallvegum í gær gekk umferðin á Austurlandi slysalaust fyrir sig.
Á Vopnafirði skipta almennir kennarar með sér íþróttakennslu
Þrátt fyrir töluverðar auglýsingar eftir kennurum tókst aðeins að fullmanna allar almennar kennslugreinar í grunnskólanum á Vopnafirði á allra síðustu metrunum. Enginn fékkst þó íþróttakennari svo þrír almennir kennarar skólans skiptast á að sinna því aukreitis.

Heiðraðir fyrir 30 ára þjónustu í sóknarnefnd Reyðarfjarðarkirkju
Þeir Björn Egilsson og Vilbergur Hjaltason voru um liðna helgi sérstaklega heiðraðir og kvaddir við guðsþjónustu í Reyðarfjarðarkirkju fyrir rúmlega 30 ára þjónustu í sóknarnefnd kirkjunnar.
Venus aflahæstur á makrílvertíðinni
Venus NS, skip Brims frá Vopnafirði, veiddi allra skipa mest á nýafstaðinni makrílvertíð. Þrjú af fimm aflahæstu skipunum eru skráð á Austfjörðum.
Setja upp vörn við klettana á Vopnafirði
Starfsmenn Vopnafjarðarhrepps munu í dag setja upp varnargirðingu við klettabelti þar sem banaslys varð fyrir viku. Annar einstaklingur féll þar fram af í gærmorgunn. Mikil umferð er af fólki um svæðið þessa dagana.