Innheimta milljónir í vangoldin laun í hverri viku

Starfsmenn AFLs Starfsgreinafélags innheimta milljónir í vangoldin laun fyrir félagsmenn sína í hverri viku. Dæmi eru um að atvinnurekendur notist við alþjóðlegar greiðslugáttir til að sleppa framhjá íslensku eftirliti.

Lesa meira

Fyrstu leyfin til að ala ófrjóan lax

Fiskeldi Austfjarða hefur fengið leyfi til að ala ófrjóan lax í Fáskrúðsfirði og Berufirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slík leyfi eru gefin úr hérlendis. Eldið í Fáskrúðsfirði á að fara af stað í vor.

Lesa meira

„Viljum bjóða ferskasta grænmeti landsins“

Fyrirtækið Austurlands Food Coop hóf í lok janúar innflutning á fersku grænmeti og ávöxtum til landsins með Norrænu. Á skömmum tíma hefur innflutningsmagnið vaxið úr 250 kg í eitt tonn á viku. Eftirspurnin kemur stofnendunum ekki á óvart heldur hversu hratt sagan af grænmetinu hefur borist.

Lesa meira

Hús Kjarvals komið aftur á sinn stað

Húsi listmálarans Jóhannesar S. Kjarval var komið aftur á sinn stað í Kjarvalshvammi í morgun en það var fært vegna endurbóta síðasta haust.

Lesa meira

Komu báti í vanda til bjargar

Hafbjörg NK, björgunarskip Landsbjargar í Neskaupstað var kallað út um miðnætti vegna báts sem hafði orðið rafmagnslaus. Nokkuð var um verkefni hjá austfirskum björgunarsveitum í óveðri á föstudag.

Lesa meira

Fjölbreytt atriði á svæðistónleikum Nótunnar

Tónlistarnemendur af Norður- og Austurlandi mætast á Eskifirði á morgun í forkeppni Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla. Tónskólastjóri segir keppnina mikinn viðburð fyrir tónlistarnemendur.

Lesa meira

Útbreiðsla mislinga stöðvuð

Útlit er fyrir að tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu mislinga, sem fyrst greindust í einstaklingi sem kom austur til Egilsstaða með áætlunar flugi um miðjan febrúar. Læknir segir heilbrigðisfólk og almenning hafa sýnt samstöðu í að verja sig gegn veirunni.

Lesa meira

Eins og að pakka í ferðatösku en vita ekki hvort maður sé á leið til Spánar eða Grænlands

Íslendingar skrifuðu í byrjun vikunnar undir bráðabrigðafríverslunarsamning við Bretland sem inniheldur ákvæði um vöruviðskipti ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. Aðalsamningamaður Íslands segir mikla vinnu að baki samningnum enda hafi ýmsar ólíkar sviðsmyndir verið uppi við samningsgerðina.

Lesa meira

Þýðir ekki að horfa framhjá dómunum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki hægt að skella skollaeyrum við þeirri staðreynd að íslenska ríkið hafi tapað dómsmálum sem snúa að innflutningi ófrosinnar kjötvöru þrátt fyrir að hafa haldið uppi vörnum í áratug. Ríkið geti ekki vikið sér undan samningum sem það hafi undirgengist af fúsum og frjálsum vilja.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.