„Allir eru almennt glaðari í skólanum eftir bannið”

„Líklega var símabannið erfitt fyrir marga nemendur í upphafi, sérstaklega fyrstu vikurnar, en í vor var þetta bara orðið mjög eðliegt og allir eru sáttir,” segir Sebastían Andri Kjartansson, nemandi í grunnskóla Reyðarfjarðar, um bannið við almennri notkun snjalltækja sem gekk í gildi í grunnskólum Fjarðabyggðar þann 1. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

Forritar framtíðarinnar á Borgarfirði

„Tölvurnar komu sér mjög vel. Allir nemendur skólans nutu kennslu í forritun, yngsta stig þó aðeins færri tíma en mið-og elsta stig. Nemendur voru mjög áhugasamir og virkir í kennslustundum og fegnir að líta upp úr hefðbundnu námi,” segir Sigþrúður Sigurðardóttir skólastjóri, Grunnskóla Borgrafjarðar, en skólinn hlaut í desember styrk frá Forriturum Framtíðarinnar til að efla tæknikunnáttu í skólum.

Lesa meira

Verkefni Alþingis að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar

Alþingi þarf að tryggja samkeppnishæfni byggða með að tryggja bæði að nauðsynlegustu innviðir séu til staðar og að setið sé við sama borð í möguleikum á nýtingu þeirra. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og blikur í efnahagsmálum var meðal þess sem rætt var eldhúsdagsumræðum á Alþingi á þriðjudag.

Lesa meira

Nei eða já 26. október

Samstarfsnefnd um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur lagt til að kosið verði um sameininguna í lok október. Mikil vinna hefur verið lögð í að greina framtíðarhorfur nýs sveitarfélags í fjármálum.

Lesa meira

Upplýsingar frá flygildi á Egilsstöðum nýtast til að auka öryggi sjófarenda

Reynsla af notkun flygildis, sem staðsett er á Egilsstaðaflugvelli, við eftirlit á hafi mun gefa gleggri mynd um hvernig nýta megi slík tæki í framtíðinni til auka öryggi sjófarenda og framfylgja lögum. Framkvæmdastjóri Evrópsku siglingaöryggisstofnunarinnar (EMSA) segir reynsluna af flygildinu eiga eftir að nýtast víða í Evrópu.

Lesa meira

Hætt við enn frekari skerðingu þjónustu hjá sýslumanni

Útlit er fyrir á enn frekari skerðingu þjónustu sýslumannsins á Austurlandi ef ekki verður brugðist við fjárhagsvanda embættisins. Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði segja ríkið brjóta lög með að standa ekki undir þjónustu og benda á að ekki hafi verið staðið við fyrirheit sem gefin voru við sameiningu sýslumannsembætta árið 2015.

Lesa meira

Fljótsdalshérað komið undir 150% skuldaviðmiðið

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur náð lögbundnu viðmiðið um að skuldir séu ekki meira en 150% af tekjum ári fyrr en áætlað var. Bæjarstjórinn segir ánægjulegt að hafa náð settu marki en áfram þurfi að gæta aðhalds í rekstri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.