Ekki ástæða til að aðhafast í ráðningu bæjarstjóra Seyðisfjarðar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur ekki forsendur til formlegrar umfjöllunar á ráðningu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í fyrra. Ráðuneytið telur meirihluta bæjarstjórnar ekki hafa farið út fyrir valdheimildir sínar við ráðninguna sjálfa en gerir athugasemd við hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja ferlið.

Lesa meira

Lúðvíkshúsi komið fyrir á nýjum stað

Elsta húsi Neskaupstaðar, Lúðvíkshús, var komið fyrir á nýjum stað við götuna Þiljuvelli í gær. Framundan er að gera upp þetta sögufræga hús.

Lesa meira

Sérfræðingar eyddu kassa með sprengiefni á Teigarhorni

Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni eyddu á miðvikudag kassa með sprengiefni sem virðist hafa rekið upp á land Teigarhorns í Berufirði. Ekki er talið að hætta hafi verið á ferðum en aldrei sé of varlega farið þegar sprengiefni er á ferðinni.

Lesa meira

Fyrsta sumarferð Norrænu

Um átta hundruð farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun í fyrstu ferð ferjunnar á þessu ári á sumaráætlun hennar. Nóg hefur verið um að vera í höfninni þar sem skemmtiferðaskip eru einnig á ferjunni.

Lesa meira

Er rétt að allar tekjur af fiskeldinu fari suður?

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar gagnrýnir að í frumvarpi um fiskeldi, sem liggur fyrir Alþingi, sé ekki tryggt að auðlindagjald af eldinu verði með einhverjum hætti eftir á þeim stöðum þar sem eldið er stundað. Talað hafi verið fyrir daufum eyrum þegar forsvarsfólk sveitarfélagsins hafi reynt að vekja máls á þessu.

Lesa meira

Ljósleiðari milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar

Í dag var staðfest samkomulag um framlög fjarskiptasjóðs til framkvæmda Neyðarlínunnar sem meðal annars fela í sér lagningu ljósleiðara milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar.

Lesa meira

Vopnafjarðarhreppur vill greiða 44 milljónir af lífeyrissjóðsskuld

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að greiða rúmar 44 miljónir króna af skuld við Lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna á árunum 2005-216. Meirihlutinn taldi niðurstöðuna sanngjarna í ljósi málavaxta og stöðu sveitarsjóðs en minnihlutinn vildi greiða kröfuna alla. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að skoða þurfi áhrif sáttaboðsins á sjóðsfélaga áður en ákveðið verði hvort málinu verði haldið áfram.

Lesa meira

Hafa áhyggjur af vinnubátum skráðum erlendis

Landhelgisgæslan hefur áhyggjur af tilfellum þar sem fyrirtæki gera út báta skráða erlendis til lengri tíma með áhöfnum sem ekki uppfylla íslensk lög. Framkvæmdastjóri hjá stofnuninni segir fyrirtækin nýta sér gloppur í íslenskum lögum.

Lesa meira

„Við viljum gera bæinn okkar betri og öruggari“

Slysavarnardeildin Hafdís á Fáskrúðsfirði setti á dögunum upp kistur með björgunarvestum á tveimur stöðum við bryggjur í bænum. Jóhanna Þorsteinsdóttir er í stjórn slysavarnardeildarinnar og segir vestin vera lið í því að gera bæinn betri og öruggari sem sé markmið deildarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.