Orkumálinn 2024

Alþjóðleg rannsókn á fíkniefnasmygli

Rannsókn á smygli með fíkniefnum með Norrænu í síðustu viku er umfangsmikil og teygir sig til nokkurra landa. Lögregla verst frétta af gangi rannsóknarinnar.

Lesa meira

Mesta svartsýnin á horfur í efnahagsmálum

Stjórnendur fyrirtækja á Austurlandi, sunnan Fagradals, eru svartsýnastir landsmanna á horfur í efnahagsmálum. Þeir eru heldur ekki bjartsýnir á þróun afkomu fyrirtækja sinna. Á sama svæði er mikil þörf eftir fólki með ákveðna færni.

Lesa meira

Mestu lætin upp úr miðnætti

Austfirðingar fóru ekki varhluta af þrumu og eldingum sem gengu yfir landið síðasta sólarhring. Samkvæmt samantekt Veðurstofunnar voru lætin eystra mest frá því um miðnætti fram til klukkan þrjú í nótt.

Lesa meira

Hálslón komið á yfirfall

Vatnsyfirborð Hálslóns fór í gær upp í 625 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar með byrjar vatn að renna úr lóninu um yfirfall í farveg Jökulsár á Dal. Þar með myndast fossinn Hverfandi.

Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 10% í júní

Gistinóttum á hótelum á Austurlandi fjölgaði um 10% í nýliðnum júnímánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra. Þróunin er öfugt eystra miðað við flesta aðra landsfjórðunga.

Lesa meira

Orrustuþotur æfa aðflug

Von er á aðflugsæfingum á vegum Atlantshafsbandalagsins í kringum flugvöllinn á Egilsstöðum á næstu dögum.

Lesa meira

Magnús Þór lætur af störfum hjá Fjarðaáli

Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, tekur við starfinu þann 1. ágúst, þar til nýr forstjóri verður ráðinn.

Lesa meira

Óheimilt að kveikja varðeld innanbæjar

Óheimilt er að kveikja opinn eld í þéttbýli, nema með sérstöku leyfi slökkviliðs. Eldurinn getur bæði angrað og ógnað nánasta umhverfi. Verksummerk má sjá eftir slíkan gjörning um helgina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.