Brugghús og heilsulind á Heyklifi?

Brugghús, veitingastaður og hótel með heilsulind eru helstu hugmyndir félags sem áformar framkvæmdir á Heyklifi á Kambanesi í sunnanverðum Stöðvarfirði. Markmiðið á að vera að byggja upp einstaka hágæða ferðaþjónustu.

Lesa meira

Ákærður fyrir að falsa greiðslukvittun

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir skjalafals með að því að hafa framvísað falsarði greiðslukvittun í milliríkjaviðskiptum.

Lesa meira

Veðurspár fyrir níu þúsund íslensk lögbýli og örnefni

Veðurvefurinn Blika.is hefur bætt við spáþjónustu sína þar sem á honum má nú fletta upp veðurspám fyrir níu þúsund staðsetningar, þar á meðal öllum lögbýlum landsins. Nákvæmari spá gagnast bæði austfirskum bændum og ferðalöngum.

Lesa meira

Virkt umferðareftirlit komi í veg fyrir alvarleg slys

Lögreglan á Austurlandi hefur tekið töluvert af ökumönnum fyrir of hraðan akstur það sem af er sumri. Hraðast er ekið á Háreksstaðaleið. Yfirlögregluþjónn segir markmið sýnilegs umferðareftirlit að koma í veg fyrir alvarleg slys.

Lesa meira

Hægt að senda inn úrbótatillögur með lítilli fyrirhöfn

„Þetta snýst um að benda á það sem auðvelt er að laga í umhverfinu og við hvetjum fólk til að leggja til úrbætur sem eru hófsamar og raunsæjar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um svokallaðar úrbótagöngur og sérstakan úrbótavef sem opnaður hefur verið. María var í viðtali hjá N4 vegna málsins fyrir skömmu.

Lesa meira

Telja stjórnendur Vopnafjarðarhrepps ekki standa við gefin loforð

Stjórn AFL Starfsgreinafélags vill að forsvarsmenn Stapa lífeyrissjóðs haldi áfram að leita réttar félaga í uppgjöri á vangreiddum lífeyrisiðgjöldum hjá Vopnafjarðarhreppi. Bæði verkalýðsfélagið og lífeyrissjóðurinn telja stjórnendur sveitarfélagsins ganga á bak fyrri loforðum með nýlegu tilboði um uppgjör.

Lesa meira

Neitunarvald í höndum íbúa Fljótsdalshéraðs

Staðfest hefur verið að kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps laugardaginn 26. október. Tvo þriðju hluta íbúa eða sveitarfélaganna þarf til að samþykkja sameininguna sem tæki formlega gildi næsta vor.

Lesa meira

Landsel fjölgar við Austfirði

Landsel hefur fjölgað við Austfirði á undanförnum árum samkvæmt nýjustu talningum. Stofninn er þó í lágmarki og því er lagt til að allar veiðar verði bannaðar. Nauðsynlegt er að kanna frekar hvað það er sem heldur stofninum niðri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.